Minni festa en víða erlendis 14. júlí 2004 00:01 "Ljóst er að verulegrar ónákvæmni hefur gætt undanfarin ár í þeim spám og forsendum sem fjárlög hafa byggst á. Áform um aukningu samneyslunnar hafa engan veginn staðist." Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga síðasta árs og yfirliti yfir rekstur ríkissjóðs á árunum 1999 til 2002. Þar er einnig bent á að umframkeyrsla ráðuneyta og stofnana hafi komið í veg fyrir að markmið stjórnvalda um hóflega aukningu útgjalda hafi gengið eftir. Erlendis heyri það til undantekninga að stofnanir fari fram úr fjárheimildum en hér hafi 210 af 530 fjárlagaliðum reynst dýrari þegar upp var staðið en stefnt var að við samþykkt fjárlaga. Sérstaklega er fundið að því að fjármálaráðuneytinu hafi farist illa að spá fyrir um vöxt einkaneyslu og hagvaxtar auk þess sem samneysla hafi aukist mun meira en spáð var. Þannig segir í skýrslunni að samneysla hafi aukist fjórfalt meira en gert var ráð fyrir á árunum 1999 til 2002, einkaneysla hafi aukist nær þrefalt meira en spáð var og verg landsframleiðsla rúmlega þrefalt meira en sem nam spá ráðuneytisins. Bæta má áætlanagerðina Geir H. Haarde fjármálaráðherra telur hluta skýrslunnar óvandaðan og segir að í kaflanum um þjóðhagsstærðir séu bornar saman tölur sem séu ekki samanburðarhæfar. Þannig sé því haldið fram að verg landsframleiðsla hafi aukist rúmlega fjórfalt meira á síðasta ári en um þau 2,5 prósent sem fjármálaráðuneytið hafi spáð. "Þetta er óskiljanlegt. Það hefur enginn upplifað hér tíu prósenta hagvöxt í raun." Hann segir að sér virðist sem ekki hafi verið tekið tillit til verðbólgu í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Fjármálaráðherra segir skýrsluna því um sumt villandi þó hún sé um margt ágæt. Hann viðurkennir þó að hægt sé að bæta áætlanagerðina. "Það má alltaf gera betur og það má alltaf bæta þetta," segir Geir. "Auðvitað er það þannig að enn er langt í land með að koma upp jafn mikilli festu í þetta og sums staðar annars staðar er. En að hluta til getur það nú verið kostur. Ég viðurkenni það fyrstur manna að það má betrumbæta þetta." Markmið og niðurstaða "Ég tel ekki óeðlilegt að bera saman fjárlög og útkomuna," svarar Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi þeirri gagnrýni fjármálaráðherra að borin séu saman fjárlög og útkoma en ekki endanlegar fjárheimildir að teknu tilliti til fjáraukalaga annars vegar og útkoman hins vegar. Framúrakstur ríkissjóðs er einn milljarður króna umfram fjárheimildir á fjárlögum og fjáraukalögum en Ríkisendurskoðun benti á að afkoma ríkissjóðs varð tæpum fjórtán milljörðum króna lakari en stefnt var að við samþykkt fjárlaga. "Þetta eru tölur sem við höfum tekið upp úr annars vegar fjárlagafrumvarpinu og hins vegar hagtölum frá Hagstofu Íslands," segir Sigurður aðspurður um gagnrýni Geirs á hvaða tölur séu notaðar við samanburð á spám fjármálaráðuneytis og niðurstöðu ríkisreiknings. "Við erum aðallega að benda á hvort vandinn liggi meðal annars í því að menn séu ekki nógu forspáir í forsendunum." Fjárlagaferlið meingallað "Fjárlagaferlið er meingallað, eins og við höfum bent á undanfarin ár," segir Einar Már Sigurðarson, fulltrúi Samfylkingar í fjárlaganefnd Alþingis. Hann telur skýrsluna styðja málflutning stjórnarandstöðu á undanförnum árum um að stjórnvöld hafi klikkað í að áætla hvort tveggja tekjur og útgjöld. Hann tekur sem dæmi afskriftir skatttekna sem hafi árum saman verið áætlaðar mun hærri en þær séu, það megi rekja til þess að skattstjórar áætli himinháar tekjur á þá sem telja ekki fram. Þetta sé tekið gott og gilt við fjárlagagerðina en skili sér aldrei nema að hluta í ríkissjóð. Einar Már segir mikið áhyggjuefni að spár um þjóðhagstölur gangi ekki eftir. "Á þessum spám er áætlanagerðin byggð. Til að fjárlögin geti verið traust og markverð verður grunnurinn að vera markverður. Ég held að þetta liggi ekki síst í því að grunnurinn sem fjárlögin byggja á er ekki réttur." Einar Már vill láta endurskoða grunninn sem fjárlagavinnan byggir á og núllstilla stofnanir sem hafi ekki fengið nægar fjárveitingar fyrir verkefni sín. Hann segir að fjárlaganefnd ætti að koma fyrr að fjárlagagerðinni og að stórauka ætti eftirlitshlutverk hennar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
"Ljóst er að verulegrar ónákvæmni hefur gætt undanfarin ár í þeim spám og forsendum sem fjárlög hafa byggst á. Áform um aukningu samneyslunnar hafa engan veginn staðist." Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga síðasta árs og yfirliti yfir rekstur ríkissjóðs á árunum 1999 til 2002. Þar er einnig bent á að umframkeyrsla ráðuneyta og stofnana hafi komið í veg fyrir að markmið stjórnvalda um hóflega aukningu útgjalda hafi gengið eftir. Erlendis heyri það til undantekninga að stofnanir fari fram úr fjárheimildum en hér hafi 210 af 530 fjárlagaliðum reynst dýrari þegar upp var staðið en stefnt var að við samþykkt fjárlaga. Sérstaklega er fundið að því að fjármálaráðuneytinu hafi farist illa að spá fyrir um vöxt einkaneyslu og hagvaxtar auk þess sem samneysla hafi aukist mun meira en spáð var. Þannig segir í skýrslunni að samneysla hafi aukist fjórfalt meira en gert var ráð fyrir á árunum 1999 til 2002, einkaneysla hafi aukist nær þrefalt meira en spáð var og verg landsframleiðsla rúmlega þrefalt meira en sem nam spá ráðuneytisins. Bæta má áætlanagerðina Geir H. Haarde fjármálaráðherra telur hluta skýrslunnar óvandaðan og segir að í kaflanum um þjóðhagsstærðir séu bornar saman tölur sem séu ekki samanburðarhæfar. Þannig sé því haldið fram að verg landsframleiðsla hafi aukist rúmlega fjórfalt meira á síðasta ári en um þau 2,5 prósent sem fjármálaráðuneytið hafi spáð. "Þetta er óskiljanlegt. Það hefur enginn upplifað hér tíu prósenta hagvöxt í raun." Hann segir að sér virðist sem ekki hafi verið tekið tillit til verðbólgu í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Fjármálaráðherra segir skýrsluna því um sumt villandi þó hún sé um margt ágæt. Hann viðurkennir þó að hægt sé að bæta áætlanagerðina. "Það má alltaf gera betur og það má alltaf bæta þetta," segir Geir. "Auðvitað er það þannig að enn er langt í land með að koma upp jafn mikilli festu í þetta og sums staðar annars staðar er. En að hluta til getur það nú verið kostur. Ég viðurkenni það fyrstur manna að það má betrumbæta þetta." Markmið og niðurstaða "Ég tel ekki óeðlilegt að bera saman fjárlög og útkomuna," svarar Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi þeirri gagnrýni fjármálaráðherra að borin séu saman fjárlög og útkoma en ekki endanlegar fjárheimildir að teknu tilliti til fjáraukalaga annars vegar og útkoman hins vegar. Framúrakstur ríkissjóðs er einn milljarður króna umfram fjárheimildir á fjárlögum og fjáraukalögum en Ríkisendurskoðun benti á að afkoma ríkissjóðs varð tæpum fjórtán milljörðum króna lakari en stefnt var að við samþykkt fjárlaga. "Þetta eru tölur sem við höfum tekið upp úr annars vegar fjárlagafrumvarpinu og hins vegar hagtölum frá Hagstofu Íslands," segir Sigurður aðspurður um gagnrýni Geirs á hvaða tölur séu notaðar við samanburð á spám fjármálaráðuneytis og niðurstöðu ríkisreiknings. "Við erum aðallega að benda á hvort vandinn liggi meðal annars í því að menn séu ekki nógu forspáir í forsendunum." Fjárlagaferlið meingallað "Fjárlagaferlið er meingallað, eins og við höfum bent á undanfarin ár," segir Einar Már Sigurðarson, fulltrúi Samfylkingar í fjárlaganefnd Alþingis. Hann telur skýrsluna styðja málflutning stjórnarandstöðu á undanförnum árum um að stjórnvöld hafi klikkað í að áætla hvort tveggja tekjur og útgjöld. Hann tekur sem dæmi afskriftir skatttekna sem hafi árum saman verið áætlaðar mun hærri en þær séu, það megi rekja til þess að skattstjórar áætli himinháar tekjur á þá sem telja ekki fram. Þetta sé tekið gott og gilt við fjárlagagerðina en skili sér aldrei nema að hluta í ríkissjóð. Einar Már segir mikið áhyggjuefni að spár um þjóðhagstölur gangi ekki eftir. "Á þessum spám er áætlanagerðin byggð. Til að fjárlögin geti verið traust og markverð verður grunnurinn að vera markverður. Ég held að þetta liggi ekki síst í því að grunnurinn sem fjárlögin byggja á er ekki réttur." Einar Már vill láta endurskoða grunninn sem fjárlagavinnan byggir á og núllstilla stofnanir sem hafi ekki fengið nægar fjárveitingar fyrir verkefni sín. Hann segir að fjárlaganefnd ætti að koma fyrr að fjárlagagerðinni og að stórauka ætti eftirlitshlutverk hennar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira