Erlent

Fox og NBC spá Bush sigri í Ohio

Tvær sjónvarpsstöðvar, Fox og NBC hafa spáð George W. Bush sigri í Ohio. Aðrir fjölmiðlar hafa ekki gert það sama. Mjög hefur dregið saman með Bush og Kerry í ríkinu, framan af var Bush með fimm prósentustiga forskot en það er komið niður í tvö prósent samkvæmt nýjustu tölum þegar 87 prósent atkvæða hafa verið talin. Fréttamenn CBS sjónvarpsstöðvarinnar segja að Karl Rove, helsti ráðgjafi Bush Bandaríkjaforseti, hafi fullyrt við forsetann og helstu samstarfsmenn hans fyrir tveimur klukkutímum að forsetinn myndi sigra í Ohio. Starfsmenn undirbúa nú bílferð forsetans til Ronald Reagan byggingarinnar þar sem búist er við því að forsetinn lýsi yfir sigri á næstunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×