Erlent

Gröf Frans páfa opin gestum

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Látlaus gröf páfans.
Látlaus gröf páfans. Páfagarður

Frá og með deginum í dag geta gestir barið gröf Frans páfa í Maríukirkju í Róm augum. Páfinn var borinn til hinstu hvílu í gær.

Frans páfi óskaði þess að vera grafinn í Stóru Maríukirkjunni í Róm, uppáhaldskirkjunni hans, þar sem hann baðst reglulega fyrir. Flestir forverar hans eru grafnir undir Péturskirkjunni í Páfagarði.

Páfagarður birti í dag myndir af gröfinni, en búið var að leggja eina hvíta rós á legsteininn. Almenningur getur nú lagt leið sína að gröfinni, en í dag er annar dagur þriggja daga sorgarferlis kirkjunnar eftir útför páfans.

Um fimmtíu þúsund manns voru viðstaddir útför páfans í gær, þar á meðal fjölmargir þjóðarleiðtogar. Um 200 þúsund manns til viðbótar voru á svæðinu við torgið þar sem útförin fór fram.

Páfagarður
Páfagarður
Páfagarður

Tengdar fréttir

Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina

Lokaundirbúningur fyrir útför Frans páfa mun fara fram í Páfagarði í dag. Almenningur hefur til klukkan 20 í dag, að staðartíma, til að kveðja páfann í Péturskirkjunni. Útförin er svo á morgun. Fjöldi erlendra ráðamanna ferðast í dag og á morgun til að vera viðstaddir útförina.

Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi?

Eftir fráfall Frans páfa styttist nú óðfluga í að næsti páfi kaþólsku kirkjunnar er valinn. Það gera kardínálar fyrir luktum dyrum í Sixtínsku kapellunni í Páfagarði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×