Truflar flug í Noregi og Svíþjóð 3. nóvember 2004 00:01 Fíngerð aska úr Grímsvatnagosinu er farin að trufla flug í Norður-Noregi og Svíþjóð líkt og hér innanlands. Veðurstofur þar vara við ösku í 15-50 þúsund feta hæð þannig að flugvélar þurfa að fljúga undir öskunni eða krækja fyrir öskugeirann. Þá er allri flugumferð yfir Norður- Atlantshafið um íslenska flugstjórnarsvæðið beint suður fyrir landið, enda eru þotuhreyflar afar viðkvæmir fyrir eldfjallaösku. Askan truflar líka innanlandsflug hér á landi en Flugfélag Íslands hefur þó getað flogið til Hafnar og Egilsstaða með því að fara suður fyrir gosið. Tvær Akureyrarvélar urðu hins vegar að lenda á Sauðárkróki nú rétt fyrir hádegi og verður farþegunum ekið á milli staða. Þetta er vegna ösku í lofti en víða hefur öskufalls orðið vart á jörðu á norðaustanverðu landinu, hvergi þó í miklum mæli eftir því sem fréttastofan kemst næst. Á Veðurstofunni fylgist Hjörleifur Sveinbjörnsson grannt með framvindu mála í Grímsvötnum. Hann segir að dregið hafi úr gosinu en það sé þó í fullum gangi. Það getur haldið áfram svona næstu daga að hans sögn. Askan sem kemur úr gosinu fer enn í norðausturátt. Gosmökkurinn náði upp í 12-14 kílómetra hæð í gærkvöldi og var því kröftugra en nú í morgun. Hlaupið í Skeiðará náði hámarki seint í gærkvöldi. Niðurstöður mælinga sem lágu fyrir þá sýndu að rennslið var um 2600 rúmmetrar á sekúndu, eða um 300 rúmmetrum minna en um miðjan dag í gær. Efnagreining á vatninu sýnir að vatn frá gosstöðinni var komið fam tólf klukkustundum eftir gosið.Vatnamælingamenn telja að hlaupið muni nú fjara hægt og rólega út en niðurstöður mælinga morgunsins liggja ekki fyrir. Greinilegt er þó að sjatnað hefur mjög mikið í ánni í nótt. Þjóðveginum yfir Skeiðarársand var lokað til öryggis í gær en búið er að opna hann aftur. Almannavaranadeild Ríkislögreglustjóra varar við ferðum á jökulinn þar sem hann er mikið sprunginn og stórhættulegur yfirferðar. Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Fíngerð aska úr Grímsvatnagosinu er farin að trufla flug í Norður-Noregi og Svíþjóð líkt og hér innanlands. Veðurstofur þar vara við ösku í 15-50 þúsund feta hæð þannig að flugvélar þurfa að fljúga undir öskunni eða krækja fyrir öskugeirann. Þá er allri flugumferð yfir Norður- Atlantshafið um íslenska flugstjórnarsvæðið beint suður fyrir landið, enda eru þotuhreyflar afar viðkvæmir fyrir eldfjallaösku. Askan truflar líka innanlandsflug hér á landi en Flugfélag Íslands hefur þó getað flogið til Hafnar og Egilsstaða með því að fara suður fyrir gosið. Tvær Akureyrarvélar urðu hins vegar að lenda á Sauðárkróki nú rétt fyrir hádegi og verður farþegunum ekið á milli staða. Þetta er vegna ösku í lofti en víða hefur öskufalls orðið vart á jörðu á norðaustanverðu landinu, hvergi þó í miklum mæli eftir því sem fréttastofan kemst næst. Á Veðurstofunni fylgist Hjörleifur Sveinbjörnsson grannt með framvindu mála í Grímsvötnum. Hann segir að dregið hafi úr gosinu en það sé þó í fullum gangi. Það getur haldið áfram svona næstu daga að hans sögn. Askan sem kemur úr gosinu fer enn í norðausturátt. Gosmökkurinn náði upp í 12-14 kílómetra hæð í gærkvöldi og var því kröftugra en nú í morgun. Hlaupið í Skeiðará náði hámarki seint í gærkvöldi. Niðurstöður mælinga sem lágu fyrir þá sýndu að rennslið var um 2600 rúmmetrar á sekúndu, eða um 300 rúmmetrum minna en um miðjan dag í gær. Efnagreining á vatninu sýnir að vatn frá gosstöðinni var komið fam tólf klukkustundum eftir gosið.Vatnamælingamenn telja að hlaupið muni nú fjara hægt og rólega út en niðurstöður mælinga morgunsins liggja ekki fyrir. Greinilegt er þó að sjatnað hefur mjög mikið í ánni í nótt. Þjóðveginum yfir Skeiðarársand var lokað til öryggis í gær en búið er að opna hann aftur. Almannavaranadeild Ríkislögreglustjóra varar við ferðum á jökulinn þar sem hann er mikið sprunginn og stórhættulegur yfirferðar.
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira