Heltekinn af hamfaraflóðum 3. nóvember 2004 00:01 Áhugi manna á Grímsvatnagosinu nær langt út fyrir landsteinanna og má búast við að fræðimenn víða um heim beini hingað sjónum. Einn þeirra er Andrew J. Russell, jarðfræðingur við Newcastleháskóla, en aðaláhugasvið hans eru áhrif jökulhlaupa á landslag og árfarvegi og því hefur hann aldeilis komist í feitt hérlendis. Jöklar eru nánast óþekktir í Bretlandi en Russell segir að í heimalandi sínu, Skotlandi, sé landslag mótað af ísaldarjökli og af því stafi áhuginn. Hann segir að aðstæður séu víða hérlendis eins og í Skotlandi undir lok ísaldar og af þeim sökum er landið sérstaklega áhugavert til skoðunar. Fyrst einbeitti Russell sér að Grænlandi en þegar hann sá Vatnajökul úr lofti á leið sinni þangað varð ekki aftur snúið. Hann kom fyrst hingað sumarið 1996, rétt áður en Gjálpargosið varð. Nokkrum mánuðum síðar var hann aftur mættur á svæðið, að þessu sinni til að skoða árfarvegi eftir að hlaupið mikla var gengið um garð. Síðan þá hefur hann heimsótt okkur í sextán skipti og í hvert skipti hefur landslagið tekið breytingum. Þegar Russell er ekki við rannsóknir þá ferðast hann um öræfi landsins. Til dæmis dvaldi hann hann í tjaldi í Möðrudal á Fjöllum um árið með konu sinni og börnum, og hugaði að Jökulsá á Fjöllum í leiðinni. "Þar er dálítið eyðilegt um að litast," segir hann. Annars finnst Russell mikið til sanda og hrauna koma og þegar hann er í Bretlandi leitar hann gjarnan uppi malarnámur og eyðilega staði þar sem ekki sprettur eitt stingandi strá. Mikill áhugi er meðal erlendra jarðvísindamanna á Íslandi enda segir Russell að landið sé eins og ein stór tilraunastofa. Á síðustu árum hefur hann leiðbeint átta doktorsnemum sem rannsakað hafa íslenska jökla og jökulhlaup. Russell er þessa dagana staddur á ráðstefnu í Boston en reiknar með að koma hingað í næstu viku til að skoða verksummerki á Skeiðarársandi. Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Áhugi manna á Grímsvatnagosinu nær langt út fyrir landsteinanna og má búast við að fræðimenn víða um heim beini hingað sjónum. Einn þeirra er Andrew J. Russell, jarðfræðingur við Newcastleháskóla, en aðaláhugasvið hans eru áhrif jökulhlaupa á landslag og árfarvegi og því hefur hann aldeilis komist í feitt hérlendis. Jöklar eru nánast óþekktir í Bretlandi en Russell segir að í heimalandi sínu, Skotlandi, sé landslag mótað af ísaldarjökli og af því stafi áhuginn. Hann segir að aðstæður séu víða hérlendis eins og í Skotlandi undir lok ísaldar og af þeim sökum er landið sérstaklega áhugavert til skoðunar. Fyrst einbeitti Russell sér að Grænlandi en þegar hann sá Vatnajökul úr lofti á leið sinni þangað varð ekki aftur snúið. Hann kom fyrst hingað sumarið 1996, rétt áður en Gjálpargosið varð. Nokkrum mánuðum síðar var hann aftur mættur á svæðið, að þessu sinni til að skoða árfarvegi eftir að hlaupið mikla var gengið um garð. Síðan þá hefur hann heimsótt okkur í sextán skipti og í hvert skipti hefur landslagið tekið breytingum. Þegar Russell er ekki við rannsóknir þá ferðast hann um öræfi landsins. Til dæmis dvaldi hann hann í tjaldi í Möðrudal á Fjöllum um árið með konu sinni og börnum, og hugaði að Jökulsá á Fjöllum í leiðinni. "Þar er dálítið eyðilegt um að litast," segir hann. Annars finnst Russell mikið til sanda og hrauna koma og þegar hann er í Bretlandi leitar hann gjarnan uppi malarnámur og eyðilega staði þar sem ekki sprettur eitt stingandi strá. Mikill áhugi er meðal erlendra jarðvísindamanna á Íslandi enda segir Russell að landið sé eins og ein stór tilraunastofa. Á síðustu árum hefur hann leiðbeint átta doktorsnemum sem rannsakað hafa íslenska jökla og jökulhlaup. Russell er þessa dagana staddur á ráðstefnu í Boston en reiknar með að koma hingað í næstu viku til að skoða verksummerki á Skeiðarársandi.
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira