Menning

Falsaðar umsóknir

Ný könnun hefur leitt í ljós að meira en helmingur upplýsinga sem koma fram á starfsferilsskrá umsækjenda eru hagræðingar á sannleikanum eða beinlínis lygar. Könnunin var gerð af starfshóp sem kannar öryggi á vinnustöðum í Bandaríkjunum. Könnunin sýnir að 56 prósent umsókna innihalda óútskýranleg göt eða fölsuð réttindi. Þessi prósentutala hefur hækkað um fimmtán prósent síðan árið 2001. Konur á þrítugsaldri og karlar á fertugsaldri voru stærsti hluti þeirra sem falsað höfðu starfsferilsskrárnar sínar, eða 65 prósent. Könnunin var unnin úr 2.700 umsóknum með samþykki umsækjenda. Menntun umsækjenda var könnuð ásamt því að hringt var í fyrrum vinnuveitendur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×