2 1/2 ár fyrir líkamsárás

Tveir menn voru dæmdir til langrar fangelsisvistar fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag. Annþór Kristján Karlsson var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi og Ólafur Valtýr Rögnvaldsson í tveggja ára fangelsi. Þeim var gefið að sök að hafa ráðist með kylfum og öðrum bareflum á Birgi Rúnar Benediktsson í íbúð sem hann leigði á Skólavörðustíg. Árásin var sögð að upplagi eiganda íbúðarinnar sem vildi Birgi Rúnar brott úr íbúðinni. Í niðurstöðum dómsins segir meðal annars að árásin á Birgi hafi verið hrottafengin og miskunnarlaus og valdið honum umtalsverðu líkamstjóni. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að bæði Annþór og Ólafur Valtýr eiga að baki sakaferil með ofbeldisafbrotum.