Erlent

Bitinn tvisvar sama dag

Norðmaður á fertugsaldri var fluttur tvívegis á sjúkrahús sama daginn, í bæði skiptin eftir að hafa verið bitinn af snákum. Báðir voru snákarnir hluti af gæludýrasafni mannsins. Lögregla flutti manninn á sjúkrahús síðdegis á mánudag eftir að skröltormur beit hann. Skömmu síðar komst lögreglan að því að maðurinn hafði verið fluttur á sjúkrahús fyrr um daginn, þá líka eftir að hafa verið bitinn af snáki í eigin eigu. Eftir það lagði lögreglan hald á gæludýr hans og birti honum ákæru fyrir að flytja dýrin ólöglega til Noregs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×