Lífið

Díana vildi stinga af með lífverði

Díana Bretaprinsessa féll fyrir lífverði sínum og vildi stinga af með honum, aðeins fjórum árum eftir að hún gekk í hjónaband með Karli Bretaprins. Þetta kemur fram á gamallri myndbandsupptöku með prinsessunni sem var sýnd á bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC í gær. Þá strax taldi hún að Karl gerði sér dælt við Camillu Parker Bowles, fyrrverandi unnustu sína. Lífvörðurinn hét Barry Mannakee, var giftur og fórst í mótorhjólaslysi árið 1987. Díana var sannfærð um að hann hefði verið drepinn vegna sambandsins. Karl sagði henni frá dauða Mannakees þar sem þau sátu í glæsivagni á leið til móttöku í Cannes í Frakklandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.