Lífið

Fatnaður og skór í eitt ár

Einstætt foreldri með eitt barn undir sjö ára aldri og 150 þúsund í tekjur á mánuði græðir 163 þúsund krónur á skattabreytingum ríkisstjórnarinnar þegar þær verða komnar að fullu til framkvæmda árið 2007. Einstæða foreldrið greiðir rúmlega 98 þúsund krónum minna í staðgreiðslu og fær tæplega 66 þúsund krónum hærri barnabætur en í dag. Í þessu dæmi er ekki tekið tilllit til breytinga á eignaskatti né skerðinga á vaxtabótum, hvað þá breytinga á verðbólgu á tímabilinu. Fyrir svipaða upphæð og nemur ávinningnum af skattabreytingunum ætti viðkomandi fjölskylda að geta keypt sér fatnað og skó í tæplega eitt ár ef miðað er við að einstætt foreldri eyddi rétt rúmlega 177 þúsund krónum í slíkt á ári 2000-2002. Fyrir ávinninginn getur fjölskyldan líka haldið sér uppi á áfengi og tóbaki í eitt ár, eða fyrir tæplega 98 þúsund krónur, auk ársneyslu á sykri, súkkulaði og sælgæti en hún nam tæpum 52 þúsund krónum 2000-2002. Samt ætti þessi litla fjölskylda smávegis afgang.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.