Embættistaka foseta Íslands 1. ágúst 2004 00:01 Trúin á þjóðina, traust á almenningi, er grundvöllur stjórnskipulags vors sagði Ólafur Ragnar Grímsson þegar hann sór í þriðja sinn embættiseið sem forseti Íslands nú síðdegis og vitnaði í orð forvera síns, Ásgeirs Ásgeirssonar. Í innsetningarræðu sinni lagði Ólafur Ragnar Grímsson áherslu á að forsetinn, ríkisstjórnin og Alþingi störfuðu í þágu þjóðarinnar og lytu vilja hennar í öllum sínum verkum. Það var þröngt á þingi, í orðsins fyllstu merkingu, þegar Ólafur Ragnar Grímsson, tók í þriðja sinn við embætti forseta Íslands. Þar var saman kominn mikill fjöldi prúðbúinna gesta, bæði innlendra og erlendra. Það vakti athygli að frú Dorrit Mousaieff klæddist glæsilegum skautbúningi, við athöfnina. Embættistakan hófst með því að Markús Sigurbjörnsson, forseti hæstaréttar lýsti forsetakjöri og útgáfu kjörbréfs og mælti fram drengskaparheit að stjórnarskránni, sem forseti undirritar. Eftir að Ólafur Ragnar undirritaði eiðstafinn, afhenti forseti hæstaréttar honum kjörbréfið með árnaðaróskum. Þvínæst gengu forsetinn og frú Dorrit út á svalir Alþingishússins, þar sem hann minntist fósturjarðarinnar, og var tekið hraustlega undir húrrahrópin fjögur, bæði innan dyra og utan. Að því loknu ávarpaði forsetinn þjóðina. "Góðir Íslendingar, þjóðin hefur nú í þriðja sinn falið mér að gegna embætti forseta Íslands, og bera ábyrgð og skyldur sem traustinu fylgja. Þakklæti til fólksins í landinu og virðing fyrir arfleið Íslendinga og væntingum almennings um farsæla framtíð eru mér efst í huga á þessari stundu." Síðar í ræðu sinni fjallaði forsetinn um framtíð Ísland, heimssýn þjóðarinnar og lýðræðið í framtíðinni. "Hvernig heim viljum við skapa, hvert er erindi Íslendinga? Slíkum spurningum svarar þjóðin sjálf. Kjarni lýðræðisins er að forseti, Alþingi og stjórnvöld öll lúti vilja þjóðarinnar og leiðsögn. Starfi í þágu markmiða sem hún hefur með samræðum og víðtækri þátttöku gert að sínu." Í lok máls síns talaði forsetinn um fegurð landsins og framtíð þess. "Forlögin hafa fært okkur einstakt land, víðáttu og fegurð, litadýrð og náttúruundur, öræfi og grösuga dali, straumþungar ár og iðandi fossa. Við skulum kappkosta vel að varðveita vel þetta draumaland sem við höfum fengið í arf svo að börn okkar og afkomendur geti um aldur og ævi þakkað þau forréttindi að vera Íslendingar." Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald Innlent Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Fleiri fréttir Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Sjá meira
Trúin á þjóðina, traust á almenningi, er grundvöllur stjórnskipulags vors sagði Ólafur Ragnar Grímsson þegar hann sór í þriðja sinn embættiseið sem forseti Íslands nú síðdegis og vitnaði í orð forvera síns, Ásgeirs Ásgeirssonar. Í innsetningarræðu sinni lagði Ólafur Ragnar Grímsson áherslu á að forsetinn, ríkisstjórnin og Alþingi störfuðu í þágu þjóðarinnar og lytu vilja hennar í öllum sínum verkum. Það var þröngt á þingi, í orðsins fyllstu merkingu, þegar Ólafur Ragnar Grímsson, tók í þriðja sinn við embætti forseta Íslands. Þar var saman kominn mikill fjöldi prúðbúinna gesta, bæði innlendra og erlendra. Það vakti athygli að frú Dorrit Mousaieff klæddist glæsilegum skautbúningi, við athöfnina. Embættistakan hófst með því að Markús Sigurbjörnsson, forseti hæstaréttar lýsti forsetakjöri og útgáfu kjörbréfs og mælti fram drengskaparheit að stjórnarskránni, sem forseti undirritar. Eftir að Ólafur Ragnar undirritaði eiðstafinn, afhenti forseti hæstaréttar honum kjörbréfið með árnaðaróskum. Þvínæst gengu forsetinn og frú Dorrit út á svalir Alþingishússins, þar sem hann minntist fósturjarðarinnar, og var tekið hraustlega undir húrrahrópin fjögur, bæði innan dyra og utan. Að því loknu ávarpaði forsetinn þjóðina. "Góðir Íslendingar, þjóðin hefur nú í þriðja sinn falið mér að gegna embætti forseta Íslands, og bera ábyrgð og skyldur sem traustinu fylgja. Þakklæti til fólksins í landinu og virðing fyrir arfleið Íslendinga og væntingum almennings um farsæla framtíð eru mér efst í huga á þessari stundu." Síðar í ræðu sinni fjallaði forsetinn um framtíð Ísland, heimssýn þjóðarinnar og lýðræðið í framtíðinni. "Hvernig heim viljum við skapa, hvert er erindi Íslendinga? Slíkum spurningum svarar þjóðin sjálf. Kjarni lýðræðisins er að forseti, Alþingi og stjórnvöld öll lúti vilja þjóðarinnar og leiðsögn. Starfi í þágu markmiða sem hún hefur með samræðum og víðtækri þátttöku gert að sínu." Í lok máls síns talaði forsetinn um fegurð landsins og framtíð þess. "Forlögin hafa fært okkur einstakt land, víðáttu og fegurð, litadýrð og náttúruundur, öræfi og grösuga dali, straumþungar ár og iðandi fossa. Við skulum kappkosta vel að varðveita vel þetta draumaland sem við höfum fengið í arf svo að börn okkar og afkomendur geti um aldur og ævi þakkað þau forréttindi að vera Íslendingar."
Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald Innlent Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Fleiri fréttir Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Sjá meira