Er hægt að vera of vel tryggður? 11. júní 2004 00:01 Ferðatrygging er bæði í fjölskyldutryggingum tryggingafélaganna og hjá kortafyrirtækjunum og mjög margir sem tryggja sig sjálfkrafa á báðum stöðum. Svo ekki sé minnst á forfallatryggingu flugfélaganna. Er virkilega þörf á öllum þessum tryggingum. Staðreyndin er að ef viðkomandi ferðalangur er með fjölskyldutryggingu með ferðatryggingu og greiðir fyrir ferð sína með kreditkorti þá er hann sjúkratryggður fyrir hærri upphæð. Ef hann er til dæmis með tvær milljónir í ferðatryggingu og tvær milljónir hjá kortafyrirtækinu þá er hann tryggður fyrir fjórar milljónir. Þá er það bara val hvers og eins hvort þörf er á öllum þessum tryggingum eða ekki. Einnig er hægt að kaupa staka ferðatryggingu fyrir hvert ferðalag sem borgar sig fyrir eldra fólk og það fólk sem ferðast ekki mikið. Verð á stakri ferðatryggingu fer eftir áfangastað og lengd ferðar. Ferðatrygging inni í fjölskyldutryggingu gildir í 92 daga frá brottfarardegi en ferðatrygging hjá kortafyrirtækjunum gildir í sextíu daga frá brottfarardegi. Í flestum tilfellum þarf að greiða helming ferðakostnaðar með kreditkorti viðkomandi fyrirtækis til að fá ferðatryggingu. Erlendur sjúkrakostnaður er innifalinn í ferðatryggingu kreditkorta en upphæðin fer eftir tegund korts. Erlendur sjúkrakostnaður er ekki innifalinn í öllum ferðatryggingum tryggingafélaganna. Forfallatrygging er keypt er hjá flugfélögunum þegar far er pantað. Ekki er hægt að panta forfallatryggingu eftir á. Forfallatryggingin tryggir endurgreiðslu á flugfargjaldi, en ekki öðru tengt ferðinni, ef eitthvað kemur uppá. Viðkomandi ferðalangur þarf þá að framvísa eðlilegum vottorðum til að sýna fram á að hann komist ekki í tiltekna ferð. Verð á forfallatryggingu er mismunandi eftir flugfélögum. Ferðalög Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Ferðatrygging er bæði í fjölskyldutryggingum tryggingafélaganna og hjá kortafyrirtækjunum og mjög margir sem tryggja sig sjálfkrafa á báðum stöðum. Svo ekki sé minnst á forfallatryggingu flugfélaganna. Er virkilega þörf á öllum þessum tryggingum. Staðreyndin er að ef viðkomandi ferðalangur er með fjölskyldutryggingu með ferðatryggingu og greiðir fyrir ferð sína með kreditkorti þá er hann sjúkratryggður fyrir hærri upphæð. Ef hann er til dæmis með tvær milljónir í ferðatryggingu og tvær milljónir hjá kortafyrirtækinu þá er hann tryggður fyrir fjórar milljónir. Þá er það bara val hvers og eins hvort þörf er á öllum þessum tryggingum eða ekki. Einnig er hægt að kaupa staka ferðatryggingu fyrir hvert ferðalag sem borgar sig fyrir eldra fólk og það fólk sem ferðast ekki mikið. Verð á stakri ferðatryggingu fer eftir áfangastað og lengd ferðar. Ferðatrygging inni í fjölskyldutryggingu gildir í 92 daga frá brottfarardegi en ferðatrygging hjá kortafyrirtækjunum gildir í sextíu daga frá brottfarardegi. Í flestum tilfellum þarf að greiða helming ferðakostnaðar með kreditkorti viðkomandi fyrirtækis til að fá ferðatryggingu. Erlendur sjúkrakostnaður er innifalinn í ferðatryggingu kreditkorta en upphæðin fer eftir tegund korts. Erlendur sjúkrakostnaður er ekki innifalinn í öllum ferðatryggingum tryggingafélaganna. Forfallatrygging er keypt er hjá flugfélögunum þegar far er pantað. Ekki er hægt að panta forfallatryggingu eftir á. Forfallatryggingin tryggir endurgreiðslu á flugfargjaldi, en ekki öðru tengt ferðinni, ef eitthvað kemur uppá. Viðkomandi ferðalangur þarf þá að framvísa eðlilegum vottorðum til að sýna fram á að hann komist ekki í tiltekna ferð. Verð á forfallatryggingu er mismunandi eftir flugfélögum.
Ferðalög Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira