Ástarbréf Bronte komin heim 14. júní 2004 00:01 Ástarbréf sem Charlotte Bronte skrifaði samkennara sínum hefur verið skilað aftur til heimilis rithöfundarins í Yorkshire. Bronte skrifaði bréfin árið 1844 þegar hún þjáðist af þunglyndi vegna ástar sinnar á belgíska kennaranum Constantin Heger. Hún sendi honum bréfin en hann reif þau og henti í ruslafötuna. Tortryggin eiginkona hans límdi bréfin saman og sonur þeirra arfleiddi síðan British Museum að þeim. Heimili Charlotte Bronte er orðið að safni og þar geta gestir nú séð þessi hjartnæmu bréf. Bronte var um tíma kennari við skóla í Belgíu og þar kenndi hún ásamt Heger og eiginkonu hans. Hann uppgötvaði rithöfundarhæfileika hennar meðan hún dvaldi í Brussel og hvatti hana mjög. Hún misskildi áhuga hans og taldi hann vera ástfanginn af sér. Samband þeirra varð uppistaða í skáldsögu hennar Villette þar sem ensk kona verður ástfangin af belgískum kennara. Bronte er þekktust fyrir skáldsögu sína Jane Eyre. Hún lést 38 ára gömul og Heger lést fjörtíu og einu ári síðar. Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Ástarbréf sem Charlotte Bronte skrifaði samkennara sínum hefur verið skilað aftur til heimilis rithöfundarins í Yorkshire. Bronte skrifaði bréfin árið 1844 þegar hún þjáðist af þunglyndi vegna ástar sinnar á belgíska kennaranum Constantin Heger. Hún sendi honum bréfin en hann reif þau og henti í ruslafötuna. Tortryggin eiginkona hans límdi bréfin saman og sonur þeirra arfleiddi síðan British Museum að þeim. Heimili Charlotte Bronte er orðið að safni og þar geta gestir nú séð þessi hjartnæmu bréf. Bronte var um tíma kennari við skóla í Belgíu og þar kenndi hún ásamt Heger og eiginkonu hans. Hann uppgötvaði rithöfundarhæfileika hennar meðan hún dvaldi í Brussel og hvatti hana mjög. Hún misskildi áhuga hans og taldi hann vera ástfanginn af sér. Samband þeirra varð uppistaða í skáldsögu hennar Villette þar sem ensk kona verður ástfangin af belgískum kennara. Bronte er þekktust fyrir skáldsögu sína Jane Eyre. Hún lést 38 ára gömul og Heger lést fjörtíu og einu ári síðar.
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira