Góður andi í Grafarvogskirkju 18. júní 2004 00:01 "Ég varð snemma trúhneigð og þegar ég fermdist fann ég fyrir sterkri trúarþörf. Eflaust er þetta mér mjög eðlislægt því ég hef alltaf séð guð í öllu. Þegar ég var barn og sá fallegt tré hugsaði ég um hvað guð væri góður. Í menntaskóla las ég mikið í biblíunni og langaði til að verða prestur en það var erfitt að viðurkenna það fyrir samfélaginu. Ég reyndi fyrir mér á hinum ýmsu brautum í skólanum og var mjög leitandi. Ég var mikið í keppnisíþróttum og lengst af ætlaði ég mér að verða íþróttakennari. Á endanum lét ég undan sjálfri mér, skellti mér í guðfræðideild Háskóla Íslands og fann um leið að það var það sem ég vildi." Hún þurfti þó ekki að gefa íþróttirnar upp á bátinn og hefur starfað aukalega sem íþróttaleiðbeinandi. Í dag kennir hún sundleikfimi og hefur m.a. tekið að sér kennslu á Grafarvogsdeginum. Lena Rós ólst upp í Ólafsfirði með annan fótinn innan kirkjunnar. Móðir hennar var mjög virk í barnastarfi kirkjunnar og faðir hennar í unglingastarfi. "Þar var líka mjög öflugt æskulýðsstarf og uppeldi mitt hefur líklega gert mig meðtækilegri fyrir trúnni." Nú er Lena sjálf að ala upp börnin sín þrjú og í kirkjunni sinnir hún m.a. æskulýðsstarfi. Hún er ekki í vafa um hvað er ánægjulegast í starfinu sem prestur. "Ég get leyft mér að segja fólki frá guði og Jesú og þessum gleðiboðskap. Hjálpað fólki að opna augun. Á meðan ég var í námi vann ég sem tómstundafulltrúi í Vogum og var í fyrsta sinn á ævi minni utan kirkjunnar. Ég gat auðvitað ekki predikað og talað blátt áfram um guð í slíku starfi. Nú fæ ég svalað þessari þörf fyrir að boða guð og get notað tækifærið þar sem fólk er. Hér í Grafarvogskirkju er alveg ótrúlega gott að vera og frábær starfsandi. Mér þykir mjög sérstakt að koma ný inn á svona stofnun þar sem fólkið algjörlega ber mann á örmum sér. Ég þarf að keyra langa leið til að komast í vinnuna á morgnana en ég brosi bara alla leið, það er svo gott að koma í vinnuna." Lena hyggst nú flytja frá Suðurnesjum og setjast að nær starfsumhverfi sínu í Grafarvoginum ásamt fjölskyldunni. "Sem átján ára unglingur var dálítið hallærislegt að segjast vilja verða prestur," hlær Lena Rós Matthíasdóttir, en hún var sett inn í embætti prests við Grafarvogskirkju ekki alls fyrir löngu. thora@frettabladid.is Atvinna Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Ég varð snemma trúhneigð og þegar ég fermdist fann ég fyrir sterkri trúarþörf. Eflaust er þetta mér mjög eðlislægt því ég hef alltaf séð guð í öllu. Þegar ég var barn og sá fallegt tré hugsaði ég um hvað guð væri góður. Í menntaskóla las ég mikið í biblíunni og langaði til að verða prestur en það var erfitt að viðurkenna það fyrir samfélaginu. Ég reyndi fyrir mér á hinum ýmsu brautum í skólanum og var mjög leitandi. Ég var mikið í keppnisíþróttum og lengst af ætlaði ég mér að verða íþróttakennari. Á endanum lét ég undan sjálfri mér, skellti mér í guðfræðideild Háskóla Íslands og fann um leið að það var það sem ég vildi." Hún þurfti þó ekki að gefa íþróttirnar upp á bátinn og hefur starfað aukalega sem íþróttaleiðbeinandi. Í dag kennir hún sundleikfimi og hefur m.a. tekið að sér kennslu á Grafarvogsdeginum. Lena Rós ólst upp í Ólafsfirði með annan fótinn innan kirkjunnar. Móðir hennar var mjög virk í barnastarfi kirkjunnar og faðir hennar í unglingastarfi. "Þar var líka mjög öflugt æskulýðsstarf og uppeldi mitt hefur líklega gert mig meðtækilegri fyrir trúnni." Nú er Lena sjálf að ala upp börnin sín þrjú og í kirkjunni sinnir hún m.a. æskulýðsstarfi. Hún er ekki í vafa um hvað er ánægjulegast í starfinu sem prestur. "Ég get leyft mér að segja fólki frá guði og Jesú og þessum gleðiboðskap. Hjálpað fólki að opna augun. Á meðan ég var í námi vann ég sem tómstundafulltrúi í Vogum og var í fyrsta sinn á ævi minni utan kirkjunnar. Ég gat auðvitað ekki predikað og talað blátt áfram um guð í slíku starfi. Nú fæ ég svalað þessari þörf fyrir að boða guð og get notað tækifærið þar sem fólk er. Hér í Grafarvogskirkju er alveg ótrúlega gott að vera og frábær starfsandi. Mér þykir mjög sérstakt að koma ný inn á svona stofnun þar sem fólkið algjörlega ber mann á örmum sér. Ég þarf að keyra langa leið til að komast í vinnuna á morgnana en ég brosi bara alla leið, það er svo gott að koma í vinnuna." Lena hyggst nú flytja frá Suðurnesjum og setjast að nær starfsumhverfi sínu í Grafarvoginum ásamt fjölskyldunni. "Sem átján ára unglingur var dálítið hallærislegt að segjast vilja verða prestur," hlær Lena Rós Matthíasdóttir, en hún var sett inn í embætti prests við Grafarvogskirkju ekki alls fyrir löngu. thora@frettabladid.is
Atvinna Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira