Ráðherrar á faraldsfæti 23. júní 2004 00:01 Níu af tólf ráðherrum ríkisstjórnarinnar eru erlendis eða á leið til útlanda fyrir helgina. Ráðherrar fara auðvitað í sín sumarfrí einsog aðrir landsmenn en óvenju margir eru fjarverandi þessa dagana. Sumir eru í fríi og aðrir á fundum víða um heim en að segja má að ráðherravaldið hafi safnast á heldur fáar hendur. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, er á landinu en heldur til Istanbúl á laugardag á fund Atlantshafsbandalagsins. Hann verður því farinn af landi brott þegar þjóðin gengur að kjörborðinu og kýs forseta lýðveldisins. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, er í Genf en fer svo beint til Istanbúl á fund með Davíð og öðrum leiðtogum NATO. Venja er að Halldór Ásgrímsson gegni starfi forsætisráðherra í fjarveru Davíðs Oddssonar en þegar hann er einnig fjarverandi má ætla að Geir H. Haarde, fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, taki þann starfa að sér. Þetta verður ekki ákveðið fyrr en á föstudag. Geir er raunar einnig erlendis, þar sem hann tók þátt í fundi í Lettlandi, en hann er væntanlegur heim á morgun. Þriðji ráðherra Sjálfstæðismanna á faraldsfæti er Sturla Böðvarsson sem er á Grænlandi í opinberum erindagjörðum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur verið í Portúgal að undanförnu en kom heim í nótt. Hún gerir þó stuttan stans þar sem hún flýgur til Óslóar á morgun á ráðherrafund. Aðrir ráðherrar sjálfstæðismanna eru reyndar hér á landi, þeir Björn Bjarnason og Árni Mathiesen. Árni hefur gengt stöðum Geirs, Sturlu og Þorgerðar í þeirra fjarveru. Allir ráðherrar Framsóknarflokksins eru erlendis nema einn. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, hefur verið á Mallorca en fer þaðan til Lúxemborgar. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra er á ráðherrafundi í Ungverjalandi, Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er í Kanada, og Árni Magnússon er í sumarfríi í útlöndum en í félagsmálaráðuneytinu fékkst ekki uppgefið hvar hann dvelur. Árni er á heimleið en heldur aftur utan í opinberum erindagjörðum á laugardag. Þá er aðeins Siv Friðleifsdóttir eftir en umhverfisráðherra hefur gegnt ráðuneytum allra ráðherra Framsóknarflokksins, nema formannsins Halldórs Ásgrímssonar því Davíð Oddsson er nú starfandi utanríkisráðherra - eða þar til hann fer utan um helgina. Þá verður Valgerður Sverrisdóttir komin heim og tekur við utanríkismálunum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Níu af tólf ráðherrum ríkisstjórnarinnar eru erlendis eða á leið til útlanda fyrir helgina. Ráðherrar fara auðvitað í sín sumarfrí einsog aðrir landsmenn en óvenju margir eru fjarverandi þessa dagana. Sumir eru í fríi og aðrir á fundum víða um heim en að segja má að ráðherravaldið hafi safnast á heldur fáar hendur. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, er á landinu en heldur til Istanbúl á laugardag á fund Atlantshafsbandalagsins. Hann verður því farinn af landi brott þegar þjóðin gengur að kjörborðinu og kýs forseta lýðveldisins. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, er í Genf en fer svo beint til Istanbúl á fund með Davíð og öðrum leiðtogum NATO. Venja er að Halldór Ásgrímsson gegni starfi forsætisráðherra í fjarveru Davíðs Oddssonar en þegar hann er einnig fjarverandi má ætla að Geir H. Haarde, fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, taki þann starfa að sér. Þetta verður ekki ákveðið fyrr en á föstudag. Geir er raunar einnig erlendis, þar sem hann tók þátt í fundi í Lettlandi, en hann er væntanlegur heim á morgun. Þriðji ráðherra Sjálfstæðismanna á faraldsfæti er Sturla Böðvarsson sem er á Grænlandi í opinberum erindagjörðum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur verið í Portúgal að undanförnu en kom heim í nótt. Hún gerir þó stuttan stans þar sem hún flýgur til Óslóar á morgun á ráðherrafund. Aðrir ráðherrar sjálfstæðismanna eru reyndar hér á landi, þeir Björn Bjarnason og Árni Mathiesen. Árni hefur gengt stöðum Geirs, Sturlu og Þorgerðar í þeirra fjarveru. Allir ráðherrar Framsóknarflokksins eru erlendis nema einn. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, hefur verið á Mallorca en fer þaðan til Lúxemborgar. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra er á ráðherrafundi í Ungverjalandi, Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er í Kanada, og Árni Magnússon er í sumarfríi í útlöndum en í félagsmálaráðuneytinu fékkst ekki uppgefið hvar hann dvelur. Árni er á heimleið en heldur aftur utan í opinberum erindagjörðum á laugardag. Þá er aðeins Siv Friðleifsdóttir eftir en umhverfisráðherra hefur gegnt ráðuneytum allra ráðherra Framsóknarflokksins, nema formannsins Halldórs Ásgrímssonar því Davíð Oddsson er nú starfandi utanríkisráðherra - eða þar til hann fer utan um helgina. Þá verður Valgerður Sverrisdóttir komin heim og tekur við utanríkismálunum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira