Styrkleikamæling á fylgi Ólafs 25. júní 2004 00:01 "Ef við gefur okkur að auðir seðlar verði tíu prósent, er ljóst að forsetinn er ekki lengur óumdeilanlegt sameiningartákn," segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands um forsetakosningarnar í dag. "Á hinn bóginn," bætir hann við, "þýðir slíkt hlutfall auðra seðla ekki að forsetinn sé orðinn venjulegur stjórnmálamaður. Ef svo væri mætti gera ráð fyrir að andstaðan við hann væri mun meiri." Ólafur segir ljóst að ef margir skili auðu sé það fyrst og fremst gert til að lýsa yfir óánægju með Ólaf Ragnar Grímsson og sérstaklega ákvörðun hans um að skrifa ekki undir fjölmiðlalögin. Ólafur vil þó ekkert segja um hvað megi túlka sem sigur fyrir Ólaf Ragnar og hvað ekki. "Þetta er mikið álitamál og það túlkar það hver fyrir sig." Ólafur segir tvo óvissuþætti vera athyglisverðasta í kosningunum í dag; í fyrsta lagi fjöldi auðra seðla og í öðru lagi hversu mikil kjörsókn verður. Við venjulegar kringumstæður, þar sem úrslitin virðast fyrirfram ljós megi gera ráð fyrir minni kjörsókn en ella, til dæmis eins og gerðist árið 1988. Hins vegar sé ekki bara verið að kjósa um frambjóðendurna þrjá. "Margir hvetja fólk til að mæta og skila auðu sem mótmæli við gjörðum Ólafs og ef sá hópur nær miklum hljómgrunni má búast við að kjörsókn aukist. Þetta verður því einhvers konar styrkleikamæling á fylgi Ólafs meðal þjóðarinnar, þó hann hafi enga alvöru keppinauta." Ólafur telur þó erfitt að meta áhrif þessara breyta, en segir að margir auðir seðlar væru dæmi um virkt lýðræði. Um hina frambjóðendurna segir Ólafur að þeir að allt það fylgi sem þeir fá megi túlka sem góða útkomu fyrir þá. Ólafur hefur sagt að Ólafur Ragnar Grímsson hafi gert embættið pólitískara með því að beita málskotsréttinum og telur mikla óvissu ríkja um þróun embættisins í nánustu framtíð. "Það virðist ljóst að eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna verður rætt um hvort breyta eigi hlutverki forsetans í lögum og stjórnarskrá. Það er ómögulegt að segja á þessu stigi hver sú þróun verður." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
"Ef við gefur okkur að auðir seðlar verði tíu prósent, er ljóst að forsetinn er ekki lengur óumdeilanlegt sameiningartákn," segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands um forsetakosningarnar í dag. "Á hinn bóginn," bætir hann við, "þýðir slíkt hlutfall auðra seðla ekki að forsetinn sé orðinn venjulegur stjórnmálamaður. Ef svo væri mætti gera ráð fyrir að andstaðan við hann væri mun meiri." Ólafur segir ljóst að ef margir skili auðu sé það fyrst og fremst gert til að lýsa yfir óánægju með Ólaf Ragnar Grímsson og sérstaklega ákvörðun hans um að skrifa ekki undir fjölmiðlalögin. Ólafur vil þó ekkert segja um hvað megi túlka sem sigur fyrir Ólaf Ragnar og hvað ekki. "Þetta er mikið álitamál og það túlkar það hver fyrir sig." Ólafur segir tvo óvissuþætti vera athyglisverðasta í kosningunum í dag; í fyrsta lagi fjöldi auðra seðla og í öðru lagi hversu mikil kjörsókn verður. Við venjulegar kringumstæður, þar sem úrslitin virðast fyrirfram ljós megi gera ráð fyrir minni kjörsókn en ella, til dæmis eins og gerðist árið 1988. Hins vegar sé ekki bara verið að kjósa um frambjóðendurna þrjá. "Margir hvetja fólk til að mæta og skila auðu sem mótmæli við gjörðum Ólafs og ef sá hópur nær miklum hljómgrunni má búast við að kjörsókn aukist. Þetta verður því einhvers konar styrkleikamæling á fylgi Ólafs meðal þjóðarinnar, þó hann hafi enga alvöru keppinauta." Ólafur telur þó erfitt að meta áhrif þessara breyta, en segir að margir auðir seðlar væru dæmi um virkt lýðræði. Um hina frambjóðendurna segir Ólafur að þeir að allt það fylgi sem þeir fá megi túlka sem góða útkomu fyrir þá. Ólafur hefur sagt að Ólafur Ragnar Grímsson hafi gert embættið pólitískara með því að beita málskotsréttinum og telur mikla óvissu ríkja um þróun embættisins í nánustu framtíð. "Það virðist ljóst að eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna verður rætt um hvort breyta eigi hlutverki forsetans í lögum og stjórnarskrá. Það er ómögulegt að segja á þessu stigi hver sú þróun verður."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira