Forsetaembættið hefur breyst 28. júní 2004 00:01 "Það er ljóst að þegar Ólafur Ragnar fær tvo þriðju hluta af greiddum atkvæðum er hann ekki óumdeildur friðarhöfðingi eins og Vigdís Finnbogadóttir og Kristján Eldjárn voru," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Ólafur vill hins vegar ekki leggja mat á hvort þetta sé góð eða slæm útkoma fyrir sitjandi forseta. "Í ljósi þess að hann er nýbúinn að taka mjög umdeilda ákvörðun sem hefur verið harðlega gagnrýnd af pólitískum forystumönnum þarf þetta kannski ekki að koma á óvart." Ólafur telur helstu ástæðuna fyrir dræmri kjörsókn vera þá að úrslitin virtust ráðin fyrir fram. "Árið 1988 dalaði kjörsókn um 18 prósent frá því í kosningunum 1980. Núna dalar hún um 23 prósent og líklegast af sömu ástæðum og þá. Það er hins vegar ekki hægt að ráða í afstöðu þeirra sem sátu heima gagnvart frambjóðendum." Haft var eftir Ólafi Ragnari Grímssyni í gær að úrslit sem þessi væru svo afgerandi að forsetar í lýðræðisríkjum gætu varla látið sig dreyna um slíkan stuðning. segir Ólafur Þ. Harðarson segir að það sé spurning hversu langt sá samanburður nær. "Valdalitlir forsetar eru ekki algengir í heiminum. Þetta er kannski rétt hjá Ólafi Ragnari en á þá við um pólitíska forseta sem eru fullir þátttakendur í stjórnmálastarfi." Hlutfall auðra seðla í kosningunum er einsdæmi í íslenskri kosningasögu og telur Ólafur að það liggi beinast við að túlka það sem andóf gegn forsetanum og skipti fjölmiðlafrumvarpið eflaust þar miklu. Hann segir að dræm kjörsókn sé hins vegar til marks um það að fjölmiðlamálið hafi ekki haft áhrif á stóran hluta kjósenda. "Stór hluti þjóðarinnar er greinilega ekki mjög æstur í málinu, fyrst hann mætir ekki á kjörstað og annaðhvort mótmælir forsetanum og ákvörðun hans með því að styðja annan frambjóðanda eða skila auðu eða styður hann með því að greiða honum atkvæði sitt." Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
"Það er ljóst að þegar Ólafur Ragnar fær tvo þriðju hluta af greiddum atkvæðum er hann ekki óumdeildur friðarhöfðingi eins og Vigdís Finnbogadóttir og Kristján Eldjárn voru," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Ólafur vill hins vegar ekki leggja mat á hvort þetta sé góð eða slæm útkoma fyrir sitjandi forseta. "Í ljósi þess að hann er nýbúinn að taka mjög umdeilda ákvörðun sem hefur verið harðlega gagnrýnd af pólitískum forystumönnum þarf þetta kannski ekki að koma á óvart." Ólafur telur helstu ástæðuna fyrir dræmri kjörsókn vera þá að úrslitin virtust ráðin fyrir fram. "Árið 1988 dalaði kjörsókn um 18 prósent frá því í kosningunum 1980. Núna dalar hún um 23 prósent og líklegast af sömu ástæðum og þá. Það er hins vegar ekki hægt að ráða í afstöðu þeirra sem sátu heima gagnvart frambjóðendum." Haft var eftir Ólafi Ragnari Grímssyni í gær að úrslit sem þessi væru svo afgerandi að forsetar í lýðræðisríkjum gætu varla látið sig dreyna um slíkan stuðning. segir Ólafur Þ. Harðarson segir að það sé spurning hversu langt sá samanburður nær. "Valdalitlir forsetar eru ekki algengir í heiminum. Þetta er kannski rétt hjá Ólafi Ragnari en á þá við um pólitíska forseta sem eru fullir þátttakendur í stjórnmálastarfi." Hlutfall auðra seðla í kosningunum er einsdæmi í íslenskri kosningasögu og telur Ólafur að það liggi beinast við að túlka það sem andóf gegn forsetanum og skipti fjölmiðlafrumvarpið eflaust þar miklu. Hann segir að dræm kjörsókn sé hins vegar til marks um það að fjölmiðlamálið hafi ekki haft áhrif á stóran hluta kjósenda. "Stór hluti þjóðarinnar er greinilega ekki mjög æstur í málinu, fyrst hann mætir ekki á kjörstað og annaðhvort mótmælir forsetanum og ákvörðun hans með því að styðja annan frambjóðanda eða skila auðu eða styður hann með því að greiða honum atkvæði sitt."
Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira