Bannað að setja takmarkanir 29. júní 2004 00:01 Bannað er að setja takmarkanir á fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu og óhugsandi er að halda hana án þess að kostur verði gefinn á því að greiða atkvæði utan kjörfundar. Þetta segja Jónatan Þórmundsson lagaprófessor og félagar hans í Þjóðarhreyfingunni. Jónatan telur ráðleggingar „hinna vísu manna“ um að hafa takmarkanirnar hóflegar, vísbendingu um að þeir efist um að þær standist. Svokallaður viðbragðshópur sérfræðinga Þjóðarhreyfingarinnar kynnti í dag niðurstöður sínar vegna fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Niðurstaða hópsins er allt önnur en starfshóps ríkisstjórnarinnar, sem taldi heimilt að beita takmörkunum, en sérfræðingahópurinn telur slíkt ekki heimilt. Jónatan Þórmundsson segir að sjálfsagt hefði verið að íhuga takmarkanir ef ákvæði væru um það í stjórnarskránni. Þeim hefði hins vegar ekki verið bætt inn í hana líkt og gert hefði verið í Danmörku. Jónatani finnst að þetta þyrfti að gera hér á landi. Jónatan segir að að óbreyttum lögum sé þetta nánast óhugsandi því um leið og settar séu takmarkanir skekkist alvarlega myndin á milli kjósendahópanna. Ekki þurfi miklar takmarkanir til þess að hópurinn sem vill samþykkja lögin fái miklu sterkari stöðu en hópurinn sem vill fella þau úr gildi. Jónatan bætir við að í þessu sambandi þurfi að huga að jafnræðisákvæðum stjórnarskrárinnar, sem og mannréttindasamningum. Eitt af því sem Þjóðarhreyfingin gerir athugasemdir við, í tengslum við skýrslu hinna svokölluðu vísu manna sem kynnt var í gær, er að þar er hvergi getið um utankjörfundaratkvæðagreiðslu í sambandi við þjóðaratkvæðgreiðsluna. Jónatan bendir á að í þremur greinum stjórnarskrárinnar sé fjallað um þjóðaratkvæðagreiðslu án þess að sérstakar takmarkanir séu settar. Það sé aðeins í einni grein, sem varðar lýðveldisstofnunina árið 1944, sem kveðið sé á um að helming atkvæðisbærra manna þurfi til að samþykkja. Hann segir að í komandi atkvæðagreiðslu eigi einfaldur meirihluti að ráða sem og bara þeir sem nýta sér atkvæðisrétt sinn. Í skýrslu starfshóps ríkisstjórnarinnar er sagt að því hóflegri sem takmarkanirnar séu, þeim mun líklegri sé að þær standist. Jónatan segir þetta merki um efasemdir meðal hinna svokölluðu vísu manna og minnir á að utanríkisráðherra hafi í tvígang komist „svo skemmtilega að orði, þegar verið var að breyta fjölmiðlafrumvarpinu, að nú væri hann „vissari en áður að frumvarpið væri ekki brot gegn stjórnarskránni“. Það finnst mér táknrænt fyrir það að menn séu, slag fyrir slag, að komast á aðeins öruggari grundvöll með að lögin séu ekki brot á stjórnarskránni,“ segir Jónatan. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Bannað er að setja takmarkanir á fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu og óhugsandi er að halda hana án þess að kostur verði gefinn á því að greiða atkvæði utan kjörfundar. Þetta segja Jónatan Þórmundsson lagaprófessor og félagar hans í Þjóðarhreyfingunni. Jónatan telur ráðleggingar „hinna vísu manna“ um að hafa takmarkanirnar hóflegar, vísbendingu um að þeir efist um að þær standist. Svokallaður viðbragðshópur sérfræðinga Þjóðarhreyfingarinnar kynnti í dag niðurstöður sínar vegna fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Niðurstaða hópsins er allt önnur en starfshóps ríkisstjórnarinnar, sem taldi heimilt að beita takmörkunum, en sérfræðingahópurinn telur slíkt ekki heimilt. Jónatan Þórmundsson segir að sjálfsagt hefði verið að íhuga takmarkanir ef ákvæði væru um það í stjórnarskránni. Þeim hefði hins vegar ekki verið bætt inn í hana líkt og gert hefði verið í Danmörku. Jónatani finnst að þetta þyrfti að gera hér á landi. Jónatan segir að að óbreyttum lögum sé þetta nánast óhugsandi því um leið og settar séu takmarkanir skekkist alvarlega myndin á milli kjósendahópanna. Ekki þurfi miklar takmarkanir til þess að hópurinn sem vill samþykkja lögin fái miklu sterkari stöðu en hópurinn sem vill fella þau úr gildi. Jónatan bætir við að í þessu sambandi þurfi að huga að jafnræðisákvæðum stjórnarskrárinnar, sem og mannréttindasamningum. Eitt af því sem Þjóðarhreyfingin gerir athugasemdir við, í tengslum við skýrslu hinna svokölluðu vísu manna sem kynnt var í gær, er að þar er hvergi getið um utankjörfundaratkvæðagreiðslu í sambandi við þjóðaratkvæðgreiðsluna. Jónatan bendir á að í þremur greinum stjórnarskrárinnar sé fjallað um þjóðaratkvæðagreiðslu án þess að sérstakar takmarkanir séu settar. Það sé aðeins í einni grein, sem varðar lýðveldisstofnunina árið 1944, sem kveðið sé á um að helming atkvæðisbærra manna þurfi til að samþykkja. Hann segir að í komandi atkvæðagreiðslu eigi einfaldur meirihluti að ráða sem og bara þeir sem nýta sér atkvæðisrétt sinn. Í skýrslu starfshóps ríkisstjórnarinnar er sagt að því hóflegri sem takmarkanirnar séu, þeim mun líklegri sé að þær standist. Jónatan segir þetta merki um efasemdir meðal hinna svokölluðu vísu manna og minnir á að utanríkisráðherra hafi í tvígang komist „svo skemmtilega að orði, þegar verið var að breyta fjölmiðlafrumvarpinu, að nú væri hann „vissari en áður að frumvarpið væri ekki brot gegn stjórnarskránni“. Það finnst mér táknrænt fyrir það að menn séu, slag fyrir slag, að komast á aðeins öruggari grundvöll með að lögin séu ekki brot á stjórnarskránni,“ segir Jónatan.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira