Lygileg atburðarás í Landsbankanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2024 19:11 Glerveggur við inngang útibúsins er ekki svipur hjá sjón eftir aðfarirnar. Vísir/Kristín Mikið tjón varð á útibúi Landsbankans við Fjarðargötu í Hafnarfirði í nótt þegar maður bakkaði jeppa inn í útibúið og reyndi að hafa hraðbanka á brott með sér. Ætlunarverkið tókst ekki, maðurinn ók snarlega af vettvangi og er enn ófundinn. Rúnar Pálmason upplýsingafulltrúi Landsbankans segir að atburðarásin hafi öll náðst skýrt og greinilega á öryggismyndavél. Maðurinn hafi bakkað jeppanum í gegnum glervegg á útibúinu, klöngrast gegnum brotið glerið með keðju og fest hana við einn hraðbankann. Að því búnu reyndi maðurinn að aka á brott með hraðbankann í eftirdragi en hraðbankinn setið pikkfastur. Fréttamaður fór á vettvang, sýndi skemmdirnar og lýsti atburðarásinni í kvöldfréttum Stöðvar 2 hér fyrir neðan: Atlagan hafi aðeins tekið nokkrar mínútur og maðurinn ekið burt strax og ljóst var að ránstilraunin hefði mistekist. Hann reyndi semsagt ekki aftur. Þá segir Rúnar ljóst að maðurinn hafi komið undirbúinn, hann hafi verið með keðjuna meðferðis eins og áður segir og hulið andlit sitt. Maðurinn var enn ófundinn á sjötta tímanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var maðurinn á stolnum bíl, nýlegum Landrover defender. Eins og sést eru för í veggnum eftir átökin.Vísir/Kristín Lögreglumál Hafnarfjörður Landsbankinn Tengdar fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Í Garðabæ eða Hafnarfirði var gerð tilraun í nótt til að ræna hraðbanka. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að tilkynnt hefði verið um eignaspjöll á hraðbankanum. Þegar upptökur voru skoðaðar kom svo í ljós að einhver hefði reynt að ræna hraðbankann en án árangurs. 27. desember 2024 06:31 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Rúnar Pálmason upplýsingafulltrúi Landsbankans segir að atburðarásin hafi öll náðst skýrt og greinilega á öryggismyndavél. Maðurinn hafi bakkað jeppanum í gegnum glervegg á útibúinu, klöngrast gegnum brotið glerið með keðju og fest hana við einn hraðbankann. Að því búnu reyndi maðurinn að aka á brott með hraðbankann í eftirdragi en hraðbankinn setið pikkfastur. Fréttamaður fór á vettvang, sýndi skemmdirnar og lýsti atburðarásinni í kvöldfréttum Stöðvar 2 hér fyrir neðan: Atlagan hafi aðeins tekið nokkrar mínútur og maðurinn ekið burt strax og ljóst var að ránstilraunin hefði mistekist. Hann reyndi semsagt ekki aftur. Þá segir Rúnar ljóst að maðurinn hafi komið undirbúinn, hann hafi verið með keðjuna meðferðis eins og áður segir og hulið andlit sitt. Maðurinn var enn ófundinn á sjötta tímanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var maðurinn á stolnum bíl, nýlegum Landrover defender. Eins og sést eru för í veggnum eftir átökin.Vísir/Kristín
Lögreglumál Hafnarfjörður Landsbankinn Tengdar fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Í Garðabæ eða Hafnarfirði var gerð tilraun í nótt til að ræna hraðbanka. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að tilkynnt hefði verið um eignaspjöll á hraðbankanum. Þegar upptökur voru skoðaðar kom svo í ljós að einhver hefði reynt að ræna hraðbankann en án árangurs. 27. desember 2024 06:31 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Reyndu að ræna hraðbanka Í Garðabæ eða Hafnarfirði var gerð tilraun í nótt til að ræna hraðbanka. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að tilkynnt hefði verið um eignaspjöll á hraðbankanum. Þegar upptökur voru skoðaðar kom svo í ljós að einhver hefði reynt að ræna hraðbankann en án árangurs. 27. desember 2024 06:31