Innlent

Ríkisstjórnarfundur í fyrramálið

Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að ágreiningur stjórnarflokkanna um frumvarpið sé ekki verulegur og ekki beri mikið í milli um efnisatriði þess, þ. á m. um þátttökulágmark í atkvæðagreiðslunni. Davíð segðist ennfremur ekki búast við nýjum ríkisstjórnarfundi fyrr en í fyrramálið. Eins og greint hefur verið frá gengu ráðherrar Framsóknarflokksins af fundinum eftir að hann hafði staðið yfir í aðeins fimmtán mínútur.   Haft var eftir Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra í fréttum Bylgjunnar klukkan 15 að áfram yrði unnið í málinu en hann vildi ekki fullyrða um það hvort niðurstaða fengist í málið síðar í dag. Hann vildi heldur ekki tjá sig um það hver væri helsti ásteytingarsteinninn í tengslum við frumvarpið en stjórnarflokkana greinir á um að hvaða marki eigi að setja skilyrði um lágmark þeirra atkvæðisbærra manna sem þurfi til að fella fjölmiðlalögin úr gildi. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vildi ekki tjá sig um það sem fram fór á fundinum. Heimildir fréttastofu herma að ráðherrar Framsóknarflokksins séu ekki reiðbúnir að samþykkja þær hugmyndir sem Sjálfstæðismenn hafa lagt fram í málinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×