Innlent

Frumvarpið tilbúið

Davíð Oddsson forsætisræðherra mætti á ríkisstjórnarfundinn rétt fyrir klukkan 18 með lagafrumvarpið um þjóðaratkvæðagreiðsluna í hendinni. Hvorki hann né Halldór Ásgrímsson vildu tjá sig um atriði frumvarpsins fyrir fundinn. Þeir sögðu þó að niðurstaðan ætti eftir að koma á óvart. Þingflokksfundir flokkanna hafa verið boðaðir klukkan 19 í kvöld en stjórnin sat enn á fundi klukkan 18:30. Hægt er að horfa á viðtöl sem tekin voru við Davíð og Halldór fyrir ríkisstjórnarfundinn með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni í fréttayfirlitinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×