Innlent

Niðurlæging fyrir Davíð

"Þetta er ekki kosningamál," segir Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur um ákvæði í nýju fjölmiðlafrumvarpi að það taki ekki gildi fyrr en eftir kosningar 2007. "Forsetinn getur skrifað undir lögin á þeim forsendum að það verði kosið um þau. En það er verið að taka af fólki þjóðaratkvæðakosninguna. Þetta er niðurlæging fyrir Davíð, að keyra þetta áfram af þvílíkum krafti og koma samfélaginu á hvolf yfir einhverju sem síðan skiptir engu máli og það er óbreytt ástand fram yfir næstu kosningar. Það er augljóst á þessu að Davíð er á leiðinni út." Hvað varðar breytingar á lögunum segir hann þau engu breyta í grundvallaratriðum. "Það tekur marga mánuði að semja svona lög. Ég held að það verði að draga þetta fjölmiðlafrumvarp alveg til baka og hætta við þingið."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×