Innlent

Vill ná sáttum

Össur Skarphéðinsson, segir að enn sé hægt að ná sáttum um fjölmiðlafrumvarpið, þótt framkoma ríkisstjórnarinnar í málinu sé með eindæmum. Össur hefur verið í fremstu víglínu þeirra sem berjast gegn fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og hann er ekki hrifinn af þessum nýjasta gjörningi ríkisstjórnarinna. Hann segir að enn sé möguleiki að ná sáttum, en er furðu lostinn yfir því hvernig málin eru að þróast. Hann segir þetta vera sama graut í sömu skál, nýja frumvarpið sé nákvæmlega það sama og hið gamla fyrir utan eitt atriði sem skipti ekki úrslitamáli. Lögin vegi áfram að tjáningafrelsi og gangi líklega á skjön við stjórnarskránna. Honum finnst skrítið tilboð stjórnarinnar að bjóða andstöðunni að vera með í fjölmiðlanefnd þegar búið sé að setja fram frumvarpið. Ef þeim hefði verið alvara með boði sínu hefðu þeir boðið þeim að vera með áður en frumvarpið var sett fram. Össur segir andstöðuna þó vilja sátt í málinu. Hann leggur til að lögin verði felld úr gildi á sumarþinginu og fjölmiðlanefnd starfi síðan fram á haust áður en nýtt frumvarp verður mótað. Hann skilur heldur ekki að það liggi á þar sem lögin eigi ekki að taka gildi fyrr en eftir 3 ár. Hann segist halda að Sjálfstæðismönnum liggi á að koma frumvarpinu í gegn fyrir haustið þegar nýr forsætisráðherra tekur við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×