Innlent

Mun fara dómstólaleiðina

Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, segir ljóst að fyrirtækið muni fara dómstólaleiðina til þess að fá hinu nýja fjölmiðlafrumvarpi hnekkt, ef það þá verður samþykkt. Hann segir viðbrögð sín svipuð og þegar fyrra frumvarpið var sett fram enda sé útgáfan nú ekki skárri. Breytingarnar skipti Norðurljós litlu máli. Efnisatriði í frumvarpinu fari enn þá í bága við skuldbindingar íslenska ríkisins við Evrópska efnahagssvæðið og við atvinnufrelsisákvæðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×