Kanntu að slaka á? 5. júlí 2004 00:01 Þegar sumarleyfistíminn skellur á ætla margir að slaka á og koma endurnærðir heim úr fríinu sínu. Því miður gerist það allt of oft að fólk kemur heim eftir tveggja til þriggja vikna frí og er þreyttara en þegar það fór af stað. Margir lifa á svo miklum hraða að þeir kunna ekki að slaka á þegar þeir fá tækifæri til þess. Mikilvægt er að skilja að við höfum öll tamið okkur einhverjar leiðir til að slaka á, annars gætum við ekki lifað, en leiðirnar eru bara misjafnlega áhrifaríkar. Ég er ekki svo hrokafullur að halda því fram að slökun í jóga sé eina leiðin. Margir finna mikla slökun í því að mála, fara í útreiðartúra, fara út að ganga, sitja úti í náttúrunni, liggja í baði og svo má lengi telja. Hins vegar eru álíka margar leiðir sem fólk notar til að slaka á sem skila litlum sem engum árangri. Dagdrykkja áfengis í sumarleyfum er til dæmis örugg leið til að draga úr orku. Mikið sjónvarpsgláp, reykingar, leti og aðrar þær aðferðir sem skila engri orku geta ekki talist slökun. Því skaltu hugsa þig vandlega um þegar þú ferð í sumarfríið. Ætlar þú að endurnæra líkama og sál eða koma heim orkulaus og nota fyrstu dagana eftir sumarfríið til að hlaða batteríin? Markviss slökun skilar sér yfirleitt í aukinni orku. Þitt er valið. Njóttu sumarsins! gbergmann@gbergmann.is Heilsa Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Þegar sumarleyfistíminn skellur á ætla margir að slaka á og koma endurnærðir heim úr fríinu sínu. Því miður gerist það allt of oft að fólk kemur heim eftir tveggja til þriggja vikna frí og er þreyttara en þegar það fór af stað. Margir lifa á svo miklum hraða að þeir kunna ekki að slaka á þegar þeir fá tækifæri til þess. Mikilvægt er að skilja að við höfum öll tamið okkur einhverjar leiðir til að slaka á, annars gætum við ekki lifað, en leiðirnar eru bara misjafnlega áhrifaríkar. Ég er ekki svo hrokafullur að halda því fram að slökun í jóga sé eina leiðin. Margir finna mikla slökun í því að mála, fara í útreiðartúra, fara út að ganga, sitja úti í náttúrunni, liggja í baði og svo má lengi telja. Hins vegar eru álíka margar leiðir sem fólk notar til að slaka á sem skila litlum sem engum árangri. Dagdrykkja áfengis í sumarleyfum er til dæmis örugg leið til að draga úr orku. Mikið sjónvarpsgláp, reykingar, leti og aðrar þær aðferðir sem skila engri orku geta ekki talist slökun. Því skaltu hugsa þig vandlega um þegar þú ferð í sumarfríið. Ætlar þú að endurnæra líkama og sál eða koma heim orkulaus og nota fyrstu dagana eftir sumarfríið til að hlaða batteríin? Markviss slökun skilar sér yfirleitt í aukinni orku. Þitt er valið. Njóttu sumarsins! gbergmann@gbergmann.is
Heilsa Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira