Innlent

Ummæli Davíðs vöktu athygli

Ummæli Davíðs Oddssonar um stríðið í Írak á fréttamannafundi í Hvíta húsinu í gær vöktu athygli erlendra fréttamanna og meðal þeirra sem fluttu þann hluta fréttamannafundarins var fréttastöðin CNN. Davíð sagðist sammála Bush um Írak og að framtíð heimsins alls væri bjartari vegna aðgerðanna í Írak. Ástandið væri mun verra nú hefði ekki verið gripið til aðgerða og nú væri von þar sem enga von var áður að finna. Engin niðurstaða varð af fundi þeirra Davíðs og Bush um framtíð varnarsamstarfs og kvaðst Bush ekki enn hafa tekið neina ákvörðun um veru F-15 orustuþotna hér á landi. Einu tíðindin voru þau að að fundi loknum sagði Davíð að Bandaríkjamenn vildu að Íslendingar tækju meiri þátt í kostnaði við rekstur Keflavíkurflugvallar. Hægt er að horfa á fréttina og ummælin úr morgunsjónvarpi Stöðvar 2 með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×