Ósátt innnan allsherjarnefndar 8. júlí 2004 00:01 Stjórn og stjórnarandstaða eru ósammála um hvert sé helsta verkefni allsherjarnefndar Alþingis sem kom saman í morgun. Stjórnarandstaðan telur að kalla verði til sérfræðinga til að fá úr því skorið hvort hægt sé að afturkalla þjóðaratkvæðagreiðslu sem forseti Íslands boðaði til. Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna tóku sæti í allsherjarnefnd Alþingis þegar nefndin kom saman á fyrsta fundi sumarþings í morgun. Tveimur málum var vísað til allsherjarnefndar í gær: fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og frumvarpi stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslur. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir að meginverkefni nefndarinnar verði að fjalla um fjölmiðlafrumvarpið og að því verði gefinn góður tími til afgreiðslu. Hann segir stjórnarfrumvarpið vera fyrsta mál á dagskrá. Aðspurður hvort sérfræðingar verði kallaðir á fund nefndarinnar eða hvort frumvarpið verði sent til umsagnar segist Bjarni halda að „hvort tveggja sé augljóst.“ Hann áætlar að vinna nefndarinnar taki a.m.k. viku en það fari þó allt eftir því hve mikil eining sé innan nefndarinnar um vinnubrögð. Fátt bendir til að einhugur muni ríkja um vinnubrögð nefndarinnar því stjórnarandstaðan sér málið í allt öðru ljósi. Brýnasta verkefni nefndarinnar sé ekki fjölmiðlafrumvarpið sjálft heldur að fá úr því skorið hvort hægt sé að breyta fjölmiðlalögunum og komast þannig hjá þjóðaratkvæðagreiðslu sem forseti boðaði til. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir forsætisráðherra hafa bent á að búið væri að fara vel yfir málið en Össuri finnst stjórnskipunarlegur ferill málsins vera óljós og tvíbentur. Því muni stjórnarandstaðan leggja mesta áherslu á þann þátt málsins, a.m.k. til að byrja með, og óska eftir því að fá sérfræðinga til liðs við nefndina til „að kveða upp úr með hvað má og hvað má ekki,“ segir Össur. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir alveg ljóst að fyrst þurfi að fá á hreint hvort sú „aðferðafræði“, sem beitt hafi verið í málinu, standist. Það hafi ekki mikið upp á sig að fara að ræða efnisatriðin að öðru leyti fyrr en menn séu komnir með fast land undir fætur í þeim efnum. Hægt er að hlusta á fréttina, sem inniheldur viðtöl við Bjarna, Össur og Steingrím sem tekin voru í morgun, með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni í fréttayfirlitinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Stjórn og stjórnarandstaða eru ósammála um hvert sé helsta verkefni allsherjarnefndar Alþingis sem kom saman í morgun. Stjórnarandstaðan telur að kalla verði til sérfræðinga til að fá úr því skorið hvort hægt sé að afturkalla þjóðaratkvæðagreiðslu sem forseti Íslands boðaði til. Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna tóku sæti í allsherjarnefnd Alþingis þegar nefndin kom saman á fyrsta fundi sumarþings í morgun. Tveimur málum var vísað til allsherjarnefndar í gær: fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og frumvarpi stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslur. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir að meginverkefni nefndarinnar verði að fjalla um fjölmiðlafrumvarpið og að því verði gefinn góður tími til afgreiðslu. Hann segir stjórnarfrumvarpið vera fyrsta mál á dagskrá. Aðspurður hvort sérfræðingar verði kallaðir á fund nefndarinnar eða hvort frumvarpið verði sent til umsagnar segist Bjarni halda að „hvort tveggja sé augljóst.“ Hann áætlar að vinna nefndarinnar taki a.m.k. viku en það fari þó allt eftir því hve mikil eining sé innan nefndarinnar um vinnubrögð. Fátt bendir til að einhugur muni ríkja um vinnubrögð nefndarinnar því stjórnarandstaðan sér málið í allt öðru ljósi. Brýnasta verkefni nefndarinnar sé ekki fjölmiðlafrumvarpið sjálft heldur að fá úr því skorið hvort hægt sé að breyta fjölmiðlalögunum og komast þannig hjá þjóðaratkvæðagreiðslu sem forseti boðaði til. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir forsætisráðherra hafa bent á að búið væri að fara vel yfir málið en Össuri finnst stjórnskipunarlegur ferill málsins vera óljós og tvíbentur. Því muni stjórnarandstaðan leggja mesta áherslu á þann þátt málsins, a.m.k. til að byrja með, og óska eftir því að fá sérfræðinga til liðs við nefndina til „að kveða upp úr með hvað má og hvað má ekki,“ segir Össur. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir alveg ljóst að fyrst þurfi að fá á hreint hvort sú „aðferðafræði“, sem beitt hafi verið í málinu, standist. Það hafi ekki mikið upp á sig að fara að ræða efnisatriðin að öðru leyti fyrr en menn séu komnir með fast land undir fætur í þeim efnum. Hægt er að hlusta á fréttina, sem inniheldur viðtöl við Bjarna, Össur og Steingrím sem tekin voru í morgun, með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni í fréttayfirlitinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira