Ósátt innnan allsherjarnefndar 8. júlí 2004 00:01 Stjórn og stjórnarandstaða eru ósammála um hvert sé helsta verkefni allsherjarnefndar Alþingis sem kom saman í morgun. Stjórnarandstaðan telur að kalla verði til sérfræðinga til að fá úr því skorið hvort hægt sé að afturkalla þjóðaratkvæðagreiðslu sem forseti Íslands boðaði til. Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna tóku sæti í allsherjarnefnd Alþingis þegar nefndin kom saman á fyrsta fundi sumarþings í morgun. Tveimur málum var vísað til allsherjarnefndar í gær: fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og frumvarpi stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslur. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir að meginverkefni nefndarinnar verði að fjalla um fjölmiðlafrumvarpið og að því verði gefinn góður tími til afgreiðslu. Hann segir stjórnarfrumvarpið vera fyrsta mál á dagskrá. Aðspurður hvort sérfræðingar verði kallaðir á fund nefndarinnar eða hvort frumvarpið verði sent til umsagnar segist Bjarni halda að „hvort tveggja sé augljóst.“ Hann áætlar að vinna nefndarinnar taki a.m.k. viku en það fari þó allt eftir því hve mikil eining sé innan nefndarinnar um vinnubrögð. Fátt bendir til að einhugur muni ríkja um vinnubrögð nefndarinnar því stjórnarandstaðan sér málið í allt öðru ljósi. Brýnasta verkefni nefndarinnar sé ekki fjölmiðlafrumvarpið sjálft heldur að fá úr því skorið hvort hægt sé að breyta fjölmiðlalögunum og komast þannig hjá þjóðaratkvæðagreiðslu sem forseti boðaði til. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir forsætisráðherra hafa bent á að búið væri að fara vel yfir málið en Össuri finnst stjórnskipunarlegur ferill málsins vera óljós og tvíbentur. Því muni stjórnarandstaðan leggja mesta áherslu á þann þátt málsins, a.m.k. til að byrja með, og óska eftir því að fá sérfræðinga til liðs við nefndina til „að kveða upp úr með hvað má og hvað má ekki,“ segir Össur. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir alveg ljóst að fyrst þurfi að fá á hreint hvort sú „aðferðafræði“, sem beitt hafi verið í málinu, standist. Það hafi ekki mikið upp á sig að fara að ræða efnisatriðin að öðru leyti fyrr en menn séu komnir með fast land undir fætur í þeim efnum. Hægt er að hlusta á fréttina, sem inniheldur viðtöl við Bjarna, Össur og Steingrím sem tekin voru í morgun, með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni í fréttayfirlitinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Stjórn og stjórnarandstaða eru ósammála um hvert sé helsta verkefni allsherjarnefndar Alþingis sem kom saman í morgun. Stjórnarandstaðan telur að kalla verði til sérfræðinga til að fá úr því skorið hvort hægt sé að afturkalla þjóðaratkvæðagreiðslu sem forseti Íslands boðaði til. Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna tóku sæti í allsherjarnefnd Alþingis þegar nefndin kom saman á fyrsta fundi sumarþings í morgun. Tveimur málum var vísað til allsherjarnefndar í gær: fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og frumvarpi stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslur. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir að meginverkefni nefndarinnar verði að fjalla um fjölmiðlafrumvarpið og að því verði gefinn góður tími til afgreiðslu. Hann segir stjórnarfrumvarpið vera fyrsta mál á dagskrá. Aðspurður hvort sérfræðingar verði kallaðir á fund nefndarinnar eða hvort frumvarpið verði sent til umsagnar segist Bjarni halda að „hvort tveggja sé augljóst.“ Hann áætlar að vinna nefndarinnar taki a.m.k. viku en það fari þó allt eftir því hve mikil eining sé innan nefndarinnar um vinnubrögð. Fátt bendir til að einhugur muni ríkja um vinnubrögð nefndarinnar því stjórnarandstaðan sér málið í allt öðru ljósi. Brýnasta verkefni nefndarinnar sé ekki fjölmiðlafrumvarpið sjálft heldur að fá úr því skorið hvort hægt sé að breyta fjölmiðlalögunum og komast þannig hjá þjóðaratkvæðagreiðslu sem forseti boðaði til. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir forsætisráðherra hafa bent á að búið væri að fara vel yfir málið en Össuri finnst stjórnskipunarlegur ferill málsins vera óljós og tvíbentur. Því muni stjórnarandstaðan leggja mesta áherslu á þann þátt málsins, a.m.k. til að byrja með, og óska eftir því að fá sérfræðinga til liðs við nefndina til „að kveða upp úr með hvað má og hvað má ekki,“ segir Össur. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir alveg ljóst að fyrst þurfi að fá á hreint hvort sú „aðferðafræði“, sem beitt hafi verið í málinu, standist. Það hafi ekki mikið upp á sig að fara að ræða efnisatriðin að öðru leyti fyrr en menn séu komnir með fast land undir fætur í þeim efnum. Hægt er að hlusta á fréttina, sem inniheldur viðtöl við Bjarna, Össur og Steingrím sem tekin voru í morgun, með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni í fréttayfirlitinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira