Lífið

Dó ekki slyppur og snauður

Marlon Brando dó ekki slyppur og snauður, eins og haldið var fram þegar hann lést nýlega. Þvert á móti er dánarbú hans metið á um 20 milljónir dollara og á enn eftir að meta talsverðan hluta búsins, meðal annars mikið safn kvikmyndahandrita og málverka. Að auki virðist sem Brando hafi verið með um hálfa milljón dollara í árstekjur síðustu árin. Öll börn Brandos eru nefnd í erfðaskrá hans, en hann átti alls tíu börn á aldrinu tíu ára til 46. Barnabarn og barn sem hann ættleiddi fá hins vegar ekki neitt.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.