Innlent

Framsóknarflokkurinn fundar

Þingflokksfundur Framsóknarflokksins hófst klukkan hálf tvö. Á fundinum er vafalítið rædd staða mála eftir slæma útkomu flokksins í skoðanakönnun Fréttablaðsins í gær þar sem flokkurinn mældist með aðeins 7,5% fylgi. Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi formaður Framsóknarfloksins, segir flokkinn á villigötum í fjölmiðlamálinu og að flokkurinn eigi að sjá til þess að fjölmiðlalögin verði felld úr gildi og að vinna við nýtt fjölmiðlafrumvarp eigi að hefjast í haust. Hægt er að hlusta á viðtal við Steingrím úr hádegisfréttum Bylgjunnar HÉR



Fleiri fréttir

Sjá meira


×