Lífið

Bowie á batavegi

David Bowie er á góðum batavegi og virðist ekki hafa látið hjartaaðgerðina sem bjargaði líf hans í síðasta mánuði draga sig of mikið niður. Bowie var lagður inn á gjörgæslu í Þýskalandi eftir að í læknar áttuðu sig á því að hann væri með kransæðastíflu. Upphaflega hélt popparinn að hann væri aðeins með klemmda taug í öxl. Bowie þurfti að aflýsa 11 tónleikum í Evrópu vegna þessa, þar á meðal Hróarskelduhátíðinni, þar sem margir Íslendingar ætluðu að sjá hann spila. Hann er nú heima hjá sér í New York að jafna sig. "Ég get ekki beðið eftir því að jafna mig á þessu, svo að ég geti farið að vinna aftur," segir hann á heimasíðu sinni. "Ég skal þó lofa ykkur því að ég ætla ekki að semja nein lög um þessa reynslu mína." Minnstu munaði að læknar hefðu ekki komið auga á hvað væri að Bowie. En sem betur fer náðist að greina vandann áður en það var um seinan. Talsmenn popparans segja að hann vonist til þess að geta byrjað að vinna aftur í næsta mánuði. Áform hans eru að hljóðrita nýja plötu fram eftir næsta ári.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.