Stjórnin brýtur stjórnarskrána 12. júlí 2004 00:01 Sigurður Líndal lagaprófessor segir að ríkisstjórnin brjóti stjórnarskrána með þeim vinnubrögðum sem hún viðhafi í fjölmiðlamálinu. Hann segir mismunandi álit löglærðra manna skýrast af því að sumir þeirra séu í vinnu hjá stjórnvöldum við að réttlæta málstað þeirra. Formaður Samfylkingarinnar segir að eftir fundi allsherjarnefndar sé ljóst að ekki standi steinn yfir steini í vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar. Allsherjarnefnd kom saman klukkan 9 í morgun og hélt áfram að fara yfir fjölmiðlafrumvarpið. Morgunverk nefndarinnar fólust í því að hitta fjóra löglærða menn til að ræða við þá um fjölmiðlafrumvarpið hið síðara. Þeir voru að sjálfsögðu ekki á sama máli um vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í málinu. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður segist líta svo á að Alþingi megi fella úr gildi og breyta lögunum sem sett voru í vor. Hann segir enga skerðingu á þeirrri heimild sé að finna í stjórnarskránni. Ástráður Haraldssson hæstarréttarlögmaður segir að ef menn ætli að fella lögin úr gildi sé ekki unnt að hafa gildisfellinguna og setningu nýrra efnisatriða um fjölmiðla í sama lagafrumvarpinu. Sigurður Líndal lagaprófessor segir sína niðurstöðu vera þá að sú aðferð sem nú sé viðhöfð standist ekki samkvæmt stjórnarskrá. Hann kallar hana „stjórnarskrársniðgöngu“ og segir það fela í sér lögbrot líkt og þegar talað er um „skattasniðgöngu“. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir þessa hugtakanotkun Sigurðar sýna svolítið kjarna vandans; ekki sé um að ræða skýrt brot heldur sniðgöngu og menn séu að reyna að fóta sig í þessu. Bjarni segir að þrátt fyrir allt sé gagnlegt að heyra hin ólíku sjónarmið hinna löglærðu manna en hann telur of snemmt að segja til um hvort frumvarpið taki breytingum í meðförum nefndarinnar. Jón Steinar segir lögfræðina vera komna á flot um svör við ýmsum álitamálum í þjóðfélaginu. Þetta sé vandamál sem þurfi að ræða ítarlega á næstunni. Sigurður Líndal telur sig hafa skýringu á því hvers vegna löglærðir menn hafi svo mismunandi skoðanir á vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu. Spyrja þurfi: „Er lögfræðingurinn í þjónustu þess aðila sem vill fá umsögnina?“ Sigurður segir lögfræðinga geta verið í þjónustu ríkis, fyrirtækis, einstaklings eða sveitarfélags og ef þeir séu að taka afstöðu til mála sem snerta þessa aðila þá hafi þeir „stöðu málflutningsmannsins“. Það sé ekki vegna þess að þeir séu „endilega lélegir lögfræðingar eða óheiðarlegir heldur er það þeirra hlutverk að gera málstað umbjóðanda síns eins góðan og efni standa til, leita að rökum honum til fulltingis,“ segir Sigurður. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir skýran mun á þeim sem mæla gegn vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar og þeim sem styðja vinnubrögðin. Þeir sem séu hlutlausir, þeir sem séu fræðimenn, eru sammála að sögn Össurar og nefnir Sigurð Líndal og Eirík Tómasson lagapófessor sem dæmi. Hann segir þá telja málsferðina ótvírætt vera brot á stjórnarskránni. Össuri sýnist, eftir þessa yfirferð, varla standa steinn yfir steini hjá ríkisstjórninni í málinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Sigurður Líndal lagaprófessor segir að ríkisstjórnin brjóti stjórnarskrána með þeim vinnubrögðum sem hún viðhafi í fjölmiðlamálinu. Hann segir mismunandi álit löglærðra manna skýrast af því að sumir þeirra séu í vinnu hjá stjórnvöldum við að réttlæta málstað þeirra. Formaður Samfylkingarinnar segir að eftir fundi allsherjarnefndar sé ljóst að ekki standi steinn yfir steini í vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar. Allsherjarnefnd kom saman klukkan 9 í morgun og hélt áfram að fara yfir fjölmiðlafrumvarpið. Morgunverk nefndarinnar fólust í því að hitta fjóra löglærða menn til að ræða við þá um fjölmiðlafrumvarpið hið síðara. Þeir voru að sjálfsögðu ekki á sama máli um vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í málinu. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður segist líta svo á að Alþingi megi fella úr gildi og breyta lögunum sem sett voru í vor. Hann segir enga skerðingu á þeirrri heimild sé að finna í stjórnarskránni. Ástráður Haraldssson hæstarréttarlögmaður segir að ef menn ætli að fella lögin úr gildi sé ekki unnt að hafa gildisfellinguna og setningu nýrra efnisatriða um fjölmiðla í sama lagafrumvarpinu. Sigurður Líndal lagaprófessor segir sína niðurstöðu vera þá að sú aðferð sem nú sé viðhöfð standist ekki samkvæmt stjórnarskrá. Hann kallar hana „stjórnarskrársniðgöngu“ og segir það fela í sér lögbrot líkt og þegar talað er um „skattasniðgöngu“. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir þessa hugtakanotkun Sigurðar sýna svolítið kjarna vandans; ekki sé um að ræða skýrt brot heldur sniðgöngu og menn séu að reyna að fóta sig í þessu. Bjarni segir að þrátt fyrir allt sé gagnlegt að heyra hin ólíku sjónarmið hinna löglærðu manna en hann telur of snemmt að segja til um hvort frumvarpið taki breytingum í meðförum nefndarinnar. Jón Steinar segir lögfræðina vera komna á flot um svör við ýmsum álitamálum í þjóðfélaginu. Þetta sé vandamál sem þurfi að ræða ítarlega á næstunni. Sigurður Líndal telur sig hafa skýringu á því hvers vegna löglærðir menn hafi svo mismunandi skoðanir á vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu. Spyrja þurfi: „Er lögfræðingurinn í þjónustu þess aðila sem vill fá umsögnina?“ Sigurður segir lögfræðinga geta verið í þjónustu ríkis, fyrirtækis, einstaklings eða sveitarfélags og ef þeir séu að taka afstöðu til mála sem snerta þessa aðila þá hafi þeir „stöðu málflutningsmannsins“. Það sé ekki vegna þess að þeir séu „endilega lélegir lögfræðingar eða óheiðarlegir heldur er það þeirra hlutverk að gera málstað umbjóðanda síns eins góðan og efni standa til, leita að rökum honum til fulltingis,“ segir Sigurður. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir skýran mun á þeim sem mæla gegn vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar og þeim sem styðja vinnubrögðin. Þeir sem séu hlutlausir, þeir sem séu fræðimenn, eru sammála að sögn Össurar og nefnir Sigurð Líndal og Eirík Tómasson lagapófessor sem dæmi. Hann segir þá telja málsferðina ótvírætt vera brot á stjórnarskránni. Össuri sýnist, eftir þessa yfirferð, varla standa steinn yfir steini hjá ríkisstjórninni í málinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira