Hendur forseta bundnar 13. október 2005 14:24 Dr. Herdís Þorgeirsdóttir þjóðréttarfræðingur telur að hendur forseta Íslands séu bundnar í fjölmiðlamálinu; hann geti hvorki samþykkt ný lög né synjað þeim. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir aðferð ríkisstjórnarinnar valdníðslu. Herdís og Ragnar komu á fund allsherjarnefndar Alþingis í morgun og dróst fundur með þeim þar til nú rétt fyrir fréttir. Aðspurð hvort Alþingi sé heimilt að grípa inn í það ferli sem hófst með því að forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar segir Herdís svo ekki vera. Þingið megi aldrei fara inn á svið stjórnarskrárgjafans og eins og hún líti á málið virkjaði forseti málskotsrétt 26. greinar stjórnarskrárinnar þann 2. júní sl. Herdís segir málskotsréttinn njóta verndar stjórnarskrárinnar og því megi Alþingi ekki fara inn í þetta ferli á meðan það er virkt. Hún segist hafa notað þá líkingu á fundi nefndarinnar að ef 26. greinin væri öryggisventill þá sé eins og lofti hafi verið hleypt úr dekkinu, það leki úr því núna og ekki megi keyra áfram á gjörðinni. Herdís segir hendur forseta Íslands vera bundnar í málinu, þ.e. að hann geti hvorki samþykkt ný lög né synjað þeim. Aðspurð hvað forseti eigi þá að gera ef lögin verði lögð fyrir hann til undirskriftar segir Herdís að hann verði að vísa í að honum séu sett takmörk af stjórnarskránni. Hann verði að lúta henni eins og aðrir handhafar ríkisvaldsins. Ragnar Aðalsteinsson tekur undir það að með því að fella fjölmiðlalögin úr gildi, og að setja jafnframt ný fjölmiðlalög, sé brotið gegn stjórnarskránni. Það falli undir óskráða stjórnskipunarreglu um „valdníðslu“, sem svo sé kölluð, og markmiðið með slíkri löggjöf sé því í raun annað en sagt er í frumvarpinu og greinagerðinni með því. Ragnar telur markmiðið vera að koma í veg fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram. Það sé valdníðsla og þ.a.l. ógildanlegt hjá dómstólum. Hægt er að hlusta á viðtöl við Herdísi og Ragnar sem tekin voru rétt fyrir hádegi með því að smella á hlekkinnn sem fylgir fréttinni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Dr. Herdís Þorgeirsdóttir þjóðréttarfræðingur telur að hendur forseta Íslands séu bundnar í fjölmiðlamálinu; hann geti hvorki samþykkt ný lög né synjað þeim. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir aðferð ríkisstjórnarinnar valdníðslu. Herdís og Ragnar komu á fund allsherjarnefndar Alþingis í morgun og dróst fundur með þeim þar til nú rétt fyrir fréttir. Aðspurð hvort Alþingi sé heimilt að grípa inn í það ferli sem hófst með því að forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar segir Herdís svo ekki vera. Þingið megi aldrei fara inn á svið stjórnarskrárgjafans og eins og hún líti á málið virkjaði forseti málskotsrétt 26. greinar stjórnarskrárinnar þann 2. júní sl. Herdís segir málskotsréttinn njóta verndar stjórnarskrárinnar og því megi Alþingi ekki fara inn í þetta ferli á meðan það er virkt. Hún segist hafa notað þá líkingu á fundi nefndarinnar að ef 26. greinin væri öryggisventill þá sé eins og lofti hafi verið hleypt úr dekkinu, það leki úr því núna og ekki megi keyra áfram á gjörðinni. Herdís segir hendur forseta Íslands vera bundnar í málinu, þ.e. að hann geti hvorki samþykkt ný lög né synjað þeim. Aðspurð hvað forseti eigi þá að gera ef lögin verði lögð fyrir hann til undirskriftar segir Herdís að hann verði að vísa í að honum séu sett takmörk af stjórnarskránni. Hann verði að lúta henni eins og aðrir handhafar ríkisvaldsins. Ragnar Aðalsteinsson tekur undir það að með því að fella fjölmiðlalögin úr gildi, og að setja jafnframt ný fjölmiðlalög, sé brotið gegn stjórnarskránni. Það falli undir óskráða stjórnskipunarreglu um „valdníðslu“, sem svo sé kölluð, og markmiðið með slíkri löggjöf sé því í raun annað en sagt er í frumvarpinu og greinagerðinni með því. Ragnar telur markmiðið vera að koma í veg fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram. Það sé valdníðsla og þ.a.l. ógildanlegt hjá dómstólum. Hægt er að hlusta á viðtöl við Herdísi og Ragnar sem tekin voru rétt fyrir hádegi með því að smella á hlekkinnn sem fylgir fréttinni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira