Verða að fara fyrir þjóðina 13. október 2005 14:24 Dögg Pálsdóttir hæstaréttalögmaður segir að Alþingi geti hvorki fellt fjölmiðlalögin úr gildi né sett ný. Lögin verði að fara fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Mikill ágreiningur er á milli nokkurra lögfróðustu manna landsins um það hvort ríkisstjórninni sé heimilt, samkvæmt stjórnarskrá, að leggja fram nýtt fjölmiðlafrumvarp um leið og fjölmiðlalögin sem forseti Íslands vísaði til þjóðarinnar eru felld úr gildi. Í grófum dráttum má skipta álitum þessara lögfræðinga í þrennt: Hæstaréttarlögmennirnir Dögg Pálsdóttir og Hróbjartur Jónatansson telja að ekki megi undir nokkrum kringumstæðum hætta við þjóðaratkvæðagreiðslu. 26. grein stjórnarskrárinnar kveði skýrt á um það. Dögg vísar m.a. í bók Ólafs Jóhannessonar, Stjórnskipun Íslands, þar sem segir að þegar Alþingi hafi einu sinni samþykkt lagafrumvarp sé það úr höndum þingsins og sé óafturkallanlegt. Jón Steinar Gunnlaugsson lagaprófessor er því ósammála og telur að Alþingi sé ávallt heimilt að fella lög úr gildi og setja ný. Það sé nú í fyrsta skipti í meira en hálfa öld farið að tala um forseta Íslands sem virkan handhafa í meðferð löggjafarvalds en það hafi aldrei verið gildandi réttur á Íslandi. Þriðji hópur lögspekinga fer síðan bil beggja og telur að Alþingi sé aðeins heimilt að fella fjölmiðlalögin úr gildi - og komast þannig hjá þjóðaratkvæðagreiðslu - en ekki að setja ný lög í staðinn eins og ríkisstjórnin hyggst gera. Ný lög megi aðeins setja eftir vandaða og ítarlegri umræðu. Þetta álit hafa m.a. prófessorarnir Eiríkur Tómasson og Sigurður Líndal. Sigurður segir að hafa verði í huga þegar lögfræðingar gefa ólík álit að margir þeirra vinni fyrir ríkisvaldið og að skoða verði álit þeirra í því ljósi. Allsherjarnefnd fær fleiri lögfræðinga á sinn fund í dag. Þá koma fyrir nefndina Þorkell Helgason, Jakob Möller, Jón Sveinsson og Kristinn Hallgrímsson. Hægt er að hlusta á brot úr viðtölum við Dögg Pálsdóttur og Jón Steinar Gunnlaugsson úr Íslandi í dag í gær með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Dögg Pálsdóttir hæstaréttalögmaður segir að Alþingi geti hvorki fellt fjölmiðlalögin úr gildi né sett ný. Lögin verði að fara fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Mikill ágreiningur er á milli nokkurra lögfróðustu manna landsins um það hvort ríkisstjórninni sé heimilt, samkvæmt stjórnarskrá, að leggja fram nýtt fjölmiðlafrumvarp um leið og fjölmiðlalögin sem forseti Íslands vísaði til þjóðarinnar eru felld úr gildi. Í grófum dráttum má skipta álitum þessara lögfræðinga í þrennt: Hæstaréttarlögmennirnir Dögg Pálsdóttir og Hróbjartur Jónatansson telja að ekki megi undir nokkrum kringumstæðum hætta við þjóðaratkvæðagreiðslu. 26. grein stjórnarskrárinnar kveði skýrt á um það. Dögg vísar m.a. í bók Ólafs Jóhannessonar, Stjórnskipun Íslands, þar sem segir að þegar Alþingi hafi einu sinni samþykkt lagafrumvarp sé það úr höndum þingsins og sé óafturkallanlegt. Jón Steinar Gunnlaugsson lagaprófessor er því ósammála og telur að Alþingi sé ávallt heimilt að fella lög úr gildi og setja ný. Það sé nú í fyrsta skipti í meira en hálfa öld farið að tala um forseta Íslands sem virkan handhafa í meðferð löggjafarvalds en það hafi aldrei verið gildandi réttur á Íslandi. Þriðji hópur lögspekinga fer síðan bil beggja og telur að Alþingi sé aðeins heimilt að fella fjölmiðlalögin úr gildi - og komast þannig hjá þjóðaratkvæðagreiðslu - en ekki að setja ný lög í staðinn eins og ríkisstjórnin hyggst gera. Ný lög megi aðeins setja eftir vandaða og ítarlegri umræðu. Þetta álit hafa m.a. prófessorarnir Eiríkur Tómasson og Sigurður Líndal. Sigurður segir að hafa verði í huga þegar lögfræðingar gefa ólík álit að margir þeirra vinni fyrir ríkisvaldið og að skoða verði álit þeirra í því ljósi. Allsherjarnefnd fær fleiri lögfræðinga á sinn fund í dag. Þá koma fyrir nefndina Þorkell Helgason, Jakob Möller, Jón Sveinsson og Kristinn Hallgrímsson. Hægt er að hlusta á brot úr viðtölum við Dögg Pálsdóttur og Jón Steinar Gunnlaugsson úr Íslandi í dag í gær með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira