Verða að fara fyrir þjóðina 13. október 2005 14:24 Dögg Pálsdóttir hæstaréttalögmaður segir að Alþingi geti hvorki fellt fjölmiðlalögin úr gildi né sett ný. Lögin verði að fara fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Mikill ágreiningur er á milli nokkurra lögfróðustu manna landsins um það hvort ríkisstjórninni sé heimilt, samkvæmt stjórnarskrá, að leggja fram nýtt fjölmiðlafrumvarp um leið og fjölmiðlalögin sem forseti Íslands vísaði til þjóðarinnar eru felld úr gildi. Í grófum dráttum má skipta álitum þessara lögfræðinga í þrennt: Hæstaréttarlögmennirnir Dögg Pálsdóttir og Hróbjartur Jónatansson telja að ekki megi undir nokkrum kringumstæðum hætta við þjóðaratkvæðagreiðslu. 26. grein stjórnarskrárinnar kveði skýrt á um það. Dögg vísar m.a. í bók Ólafs Jóhannessonar, Stjórnskipun Íslands, þar sem segir að þegar Alþingi hafi einu sinni samþykkt lagafrumvarp sé það úr höndum þingsins og sé óafturkallanlegt. Jón Steinar Gunnlaugsson lagaprófessor er því ósammála og telur að Alþingi sé ávallt heimilt að fella lög úr gildi og setja ný. Það sé nú í fyrsta skipti í meira en hálfa öld farið að tala um forseta Íslands sem virkan handhafa í meðferð löggjafarvalds en það hafi aldrei verið gildandi réttur á Íslandi. Þriðji hópur lögspekinga fer síðan bil beggja og telur að Alþingi sé aðeins heimilt að fella fjölmiðlalögin úr gildi - og komast þannig hjá þjóðaratkvæðagreiðslu - en ekki að setja ný lög í staðinn eins og ríkisstjórnin hyggst gera. Ný lög megi aðeins setja eftir vandaða og ítarlegri umræðu. Þetta álit hafa m.a. prófessorarnir Eiríkur Tómasson og Sigurður Líndal. Sigurður segir að hafa verði í huga þegar lögfræðingar gefa ólík álit að margir þeirra vinni fyrir ríkisvaldið og að skoða verði álit þeirra í því ljósi. Allsherjarnefnd fær fleiri lögfræðinga á sinn fund í dag. Þá koma fyrir nefndina Þorkell Helgason, Jakob Möller, Jón Sveinsson og Kristinn Hallgrímsson. Hægt er að hlusta á brot úr viðtölum við Dögg Pálsdóttur og Jón Steinar Gunnlaugsson úr Íslandi í dag í gær með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Dögg Pálsdóttir hæstaréttalögmaður segir að Alþingi geti hvorki fellt fjölmiðlalögin úr gildi né sett ný. Lögin verði að fara fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Mikill ágreiningur er á milli nokkurra lögfróðustu manna landsins um það hvort ríkisstjórninni sé heimilt, samkvæmt stjórnarskrá, að leggja fram nýtt fjölmiðlafrumvarp um leið og fjölmiðlalögin sem forseti Íslands vísaði til þjóðarinnar eru felld úr gildi. Í grófum dráttum má skipta álitum þessara lögfræðinga í þrennt: Hæstaréttarlögmennirnir Dögg Pálsdóttir og Hróbjartur Jónatansson telja að ekki megi undir nokkrum kringumstæðum hætta við þjóðaratkvæðagreiðslu. 26. grein stjórnarskrárinnar kveði skýrt á um það. Dögg vísar m.a. í bók Ólafs Jóhannessonar, Stjórnskipun Íslands, þar sem segir að þegar Alþingi hafi einu sinni samþykkt lagafrumvarp sé það úr höndum þingsins og sé óafturkallanlegt. Jón Steinar Gunnlaugsson lagaprófessor er því ósammála og telur að Alþingi sé ávallt heimilt að fella lög úr gildi og setja ný. Það sé nú í fyrsta skipti í meira en hálfa öld farið að tala um forseta Íslands sem virkan handhafa í meðferð löggjafarvalds en það hafi aldrei verið gildandi réttur á Íslandi. Þriðji hópur lögspekinga fer síðan bil beggja og telur að Alþingi sé aðeins heimilt að fella fjölmiðlalögin úr gildi - og komast þannig hjá þjóðaratkvæðagreiðslu - en ekki að setja ný lög í staðinn eins og ríkisstjórnin hyggst gera. Ný lög megi aðeins setja eftir vandaða og ítarlegri umræðu. Þetta álit hafa m.a. prófessorarnir Eiríkur Tómasson og Sigurður Líndal. Sigurður segir að hafa verði í huga þegar lögfræðingar gefa ólík álit að margir þeirra vinni fyrir ríkisvaldið og að skoða verði álit þeirra í því ljósi. Allsherjarnefnd fær fleiri lögfræðinga á sinn fund í dag. Þá koma fyrir nefndina Þorkell Helgason, Jakob Möller, Jón Sveinsson og Kristinn Hallgrímsson. Hægt er að hlusta á brot úr viðtölum við Dögg Pálsdóttur og Jón Steinar Gunnlaugsson úr Íslandi í dag í gær með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira