Skiptar skoðanir lögspekinga 13. október 2005 14:24 Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður telur að nýtt fjölmiðlafrumvarp sé ótækt og lýsi valdníðslu ríkisstjórnarinnar. Herdís Þorgeirsdóttir þjóðréttarfræðingur segir að stjórnarskráin banni forseta Íslands að staðfesta ný fjölmiðlalög en Jón Sveinsson hæstaréttarlögmaður telur að Alþingi sé heimilt að setja ný fjölmiðlalög. Allsherjarnefnd Alþingis fær hvern lögspekinginn á eftir öðrum á sinn fund en nú er ljóst að greina má álit þeirra í grófum dráttum í þrennt. Fyrst ber að nefna þá sem telja að Alþingi geti ekki komið í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Í dag komu tveir til viðbótar fyrir nefndina sem eru á þeirri skoðun: Herdís Þorgeirsdóttir og Ragnar Aðalsteinsson. Herdís segir Alþingi ekki geta gripið inn í ferlið með þessum hætti vegna þess að það hafi ekki einokunarvald sem löggjafi. Í stjórnarskránni sé kveðið skýrt á um að forseti fari líka með löggjafarvaldið og þegar hann hafi skotið málinu til þjóðarinnar í síðasta mánuði hafi þjóðin orðið löggjafaraðili samkvæmt stjórnarskránni. Ragnar segist telja að sú lausn sem nú liggi fyrir Alþingi sé með öllu ótæk, óheimil og andstæð stjórnarskránni vegna þess að löggjafarvaldið hafi ekki ótakmarkað vald til þess að setja lög um hvað sem er og hvernig sem er. Hann vísar m.a. í 26. grein stjórnarskrárinnar, mannréttindaákvæði hennar og alþjóðlegar skuldbingar Íslands máli sínu til stuðnings. Þá segir Ragnar að til viðbótar sé til stjórnskipuleg valdníðsluregla, sem eigi að koma í veg fyrir að löggjafinn setji lög með allt annan tilgang en fram kemur í texta frumvarps, en svo sé greinilega í þessu tilviki. „Þó að frumvarpið sem nú liggur fyrir virðist ætlað að gera smávægilegar breytingar á útvarps- og samkeppnislögum þá er aðalafleiðing frumvarpsins, og ég tel að það sé markmið, að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Ragnar. Annar hópur lögfróðra manna hefur sagt að þingið geti fellt lögin úr gildi en ekki sett ný í staðinn. Til þessa hóps teljast meðal annarra lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Sigurður Líndal. Fyrir allsherjarnefnd í dag komu líka fram sjónarmið þriðja hópsins - þeirra sem telja að frumvarpið brjóti ekki í bága við stjórnarskrána. Þar á meðal er Jón Sveinsson hæstaréttarlögmaður sem vísar í 2. grein stjórnarskrárinnar þar sem segir að Alþingi og forseti fari saman með löggjafarvaldið. Hann bendir einnig á 38. grein skrárinnar sem kveður á um að Alþingismenn og ráðherrar hafi ákveðinn frumkvæðisrétt í að leggja fram lagafrumvörp og þingsályktunartillögur. Jón segir að á meðan stjórnarskráin taki ekki þann rétt af þeim aðilum þá geti þeir, hvenær sem er á meðan Alþingi sé að störfum, komið fram og sett löggjöf. Aðspurð hvað gerist ef Alþingi afgreiðir frumvarpið eins og það liggur fyrir núna segir Herdís að forseti Íslands geti beitt fyrir sig þeim skildi sem stjórnarskráin sé - og hún sé „ekkert smá vopn“. Hann geti sagst vera bundinn af stjórnarskránni, að valdmörk hans séu þar og honum beri skylda til að bíða eftir því hvað þjóðin - „hinn löggjafaraðilinn“ eins og Herdís kemst að orði - geri núna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður telur að nýtt fjölmiðlafrumvarp sé ótækt og lýsi valdníðslu ríkisstjórnarinnar. Herdís Þorgeirsdóttir þjóðréttarfræðingur segir að stjórnarskráin banni forseta Íslands að staðfesta ný fjölmiðlalög en Jón Sveinsson hæstaréttarlögmaður telur að Alþingi sé heimilt að setja ný fjölmiðlalög. Allsherjarnefnd Alþingis fær hvern lögspekinginn á eftir öðrum á sinn fund en nú er ljóst að greina má álit þeirra í grófum dráttum í þrennt. Fyrst ber að nefna þá sem telja að Alþingi geti ekki komið í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Í dag komu tveir til viðbótar fyrir nefndina sem eru á þeirri skoðun: Herdís Þorgeirsdóttir og Ragnar Aðalsteinsson. Herdís segir Alþingi ekki geta gripið inn í ferlið með þessum hætti vegna þess að það hafi ekki einokunarvald sem löggjafi. Í stjórnarskránni sé kveðið skýrt á um að forseti fari líka með löggjafarvaldið og þegar hann hafi skotið málinu til þjóðarinnar í síðasta mánuði hafi þjóðin orðið löggjafaraðili samkvæmt stjórnarskránni. Ragnar segist telja að sú lausn sem nú liggi fyrir Alþingi sé með öllu ótæk, óheimil og andstæð stjórnarskránni vegna þess að löggjafarvaldið hafi ekki ótakmarkað vald til þess að setja lög um hvað sem er og hvernig sem er. Hann vísar m.a. í 26. grein stjórnarskrárinnar, mannréttindaákvæði hennar og alþjóðlegar skuldbingar Íslands máli sínu til stuðnings. Þá segir Ragnar að til viðbótar sé til stjórnskipuleg valdníðsluregla, sem eigi að koma í veg fyrir að löggjafinn setji lög með allt annan tilgang en fram kemur í texta frumvarps, en svo sé greinilega í þessu tilviki. „Þó að frumvarpið sem nú liggur fyrir virðist ætlað að gera smávægilegar breytingar á útvarps- og samkeppnislögum þá er aðalafleiðing frumvarpsins, og ég tel að það sé markmið, að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Ragnar. Annar hópur lögfróðra manna hefur sagt að þingið geti fellt lögin úr gildi en ekki sett ný í staðinn. Til þessa hóps teljast meðal annarra lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Sigurður Líndal. Fyrir allsherjarnefnd í dag komu líka fram sjónarmið þriðja hópsins - þeirra sem telja að frumvarpið brjóti ekki í bága við stjórnarskrána. Þar á meðal er Jón Sveinsson hæstaréttarlögmaður sem vísar í 2. grein stjórnarskrárinnar þar sem segir að Alþingi og forseti fari saman með löggjafarvaldið. Hann bendir einnig á 38. grein skrárinnar sem kveður á um að Alþingismenn og ráðherrar hafi ákveðinn frumkvæðisrétt í að leggja fram lagafrumvörp og þingsályktunartillögur. Jón segir að á meðan stjórnarskráin taki ekki þann rétt af þeim aðilum þá geti þeir, hvenær sem er á meðan Alþingi sé að störfum, komið fram og sett löggjöf. Aðspurð hvað gerist ef Alþingi afgreiðir frumvarpið eins og það liggur fyrir núna segir Herdís að forseti Íslands geti beitt fyrir sig þeim skildi sem stjórnarskráin sé - og hún sé „ekkert smá vopn“. Hann geti sagst vera bundinn af stjórnarskránni, að valdmörk hans séu þar og honum beri skylda til að bíða eftir því hvað þjóðin - „hinn löggjafaraðilinn“ eins og Herdís kemst að orði - geri núna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira