Fagna ummælum ráðherra 14. júlí 2004 00:01 Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, og Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, fagna bæði ummælum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um að ekki beri að innheimta skólagjöld í grunnnámi á háskólastigi. "Það eru margir í Háskólanum sammála þessari afstöðu að það sé rétt að vera ekki að taka upp skólagjöld í grunnnáminu en það horfi öðruvísi við varðandi meistara- og doktorsnámið," segir Páll Skúlason rektor. Hann segir að eina tillagan sem hafi verið lögð fram um skólagjöld í Háskólanum sé tillaga frá viðskipta- og hagfræðideild um að óskað verði heimildar til upptöku skólagjalda í framhaldsnámi. "Við höfum frestað þeirri umræðu og núna kemur ráðherrann með þessa skoðun sem er ákveðin vísbending," segir hann. Jarþrúður segir ummæli ráðherrans vera áfangasigur fyrir stúdenta við Háskóla Íslands sem hafi beitt sér af hörku gegn skólagjöldum. "Við höfum komið með málefnaleg rök í umræðuna, bent á lausnir sem gætu tryggt skólanum eðlilegan rekstrargrundvöll," segir hún. "Við teljum okkur hafa náð eyrum ráðamanna í málinu. Það hefði verið mjög einfalt og auðvelt fyrir okkur að heimta bara meiri peninga í málaflokkinn en við teljum að Stúdentaráð, undir forystu Vöku, hafi nálgast málið af meiri ábyrgð en áður og komið fram bæði með hugmyndir og rök máli okkar til stuðnings," segir Jarþrúður. Hún segir að næsta skref sé að skoða það sem koma muni út úr sérstakri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Háskóla Íslands. Jarþrúður segir að á undanförnum árum hafi Háskóli Íslands þurft að mæta síauknum fjölda nemenda með óbreytt fjármagn frá ríkinu. "Ásamt því að bæta rekstrarumhverfið þarf að skoða innviði skólans og fara ofan í hvernig hægt er að standa enn betur að rekstri skólans," segir hún. Hún leggur einnig áherslu á að Háskóli Íslands leiti leiða til þess að auka tekjur sínar. "Við höfum haldið því fram að Háskólinn og háskólafólk eigi að hugsa í lausnum en ekki vandamálum og við teljum að innan öflugs rannsóknarháskóla séu tækifæri til að skapa verðmæti sem hugsanlega gætu nýst Háskóla Íslands betur til tekjuöflunar. Þannig yrðu markmið um sjálfstæði skólans, bæði akademísks og fjárhagslegs, að veruleika," segir Jarþrúður Ásmundsdóttir. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, og Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, fagna bæði ummælum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um að ekki beri að innheimta skólagjöld í grunnnámi á háskólastigi. "Það eru margir í Háskólanum sammála þessari afstöðu að það sé rétt að vera ekki að taka upp skólagjöld í grunnnáminu en það horfi öðruvísi við varðandi meistara- og doktorsnámið," segir Páll Skúlason rektor. Hann segir að eina tillagan sem hafi verið lögð fram um skólagjöld í Háskólanum sé tillaga frá viðskipta- og hagfræðideild um að óskað verði heimildar til upptöku skólagjalda í framhaldsnámi. "Við höfum frestað þeirri umræðu og núna kemur ráðherrann með þessa skoðun sem er ákveðin vísbending," segir hann. Jarþrúður segir ummæli ráðherrans vera áfangasigur fyrir stúdenta við Háskóla Íslands sem hafi beitt sér af hörku gegn skólagjöldum. "Við höfum komið með málefnaleg rök í umræðuna, bent á lausnir sem gætu tryggt skólanum eðlilegan rekstrargrundvöll," segir hún. "Við teljum okkur hafa náð eyrum ráðamanna í málinu. Það hefði verið mjög einfalt og auðvelt fyrir okkur að heimta bara meiri peninga í málaflokkinn en við teljum að Stúdentaráð, undir forystu Vöku, hafi nálgast málið af meiri ábyrgð en áður og komið fram bæði með hugmyndir og rök máli okkar til stuðnings," segir Jarþrúður. Hún segir að næsta skref sé að skoða það sem koma muni út úr sérstakri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Háskóla Íslands. Jarþrúður segir að á undanförnum árum hafi Háskóli Íslands þurft að mæta síauknum fjölda nemenda með óbreytt fjármagn frá ríkinu. "Ásamt því að bæta rekstrarumhverfið þarf að skoða innviði skólans og fara ofan í hvernig hægt er að standa enn betur að rekstri skólans," segir hún. Hún leggur einnig áherslu á að Háskóli Íslands leiti leiða til þess að auka tekjur sínar. "Við höfum haldið því fram að Háskólinn og háskólafólk eigi að hugsa í lausnum en ekki vandamálum og við teljum að innan öflugs rannsóknarháskóla séu tækifæri til að skapa verðmæti sem hugsanlega gætu nýst Háskóla Íslands betur til tekjuöflunar. Þannig yrðu markmið um sjálfstæði skólans, bæði akademísks og fjárhagslegs, að veruleika," segir Jarþrúður Ásmundsdóttir.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira