Alltaf verið matvandur 15. júlí 2004 00:01 Þó að Sigurður Þ. Ragnarsson, oftar nefndur Siggi stormur, sé oft djarfur í veðurspám fyrir landann er hann ragur eins og kettlingur þegar kemur að framandi mat. Hann segir að það megi rekja til þess að hann hefur alltaf verið matvandur þó að matarsmekkurinn hafi vissulega þroskast á seinni árum. "Ég er ótrúlega smeykur við framandi exótíska rétti og held mig við það sem ég þekki best," segir Siggi. "En bara það að uppáhaldsmaturinn minn skuli vera humar sannar að ég er á réttri leið. Ég hefði ekki sett hann inn fyrir mínar varir fyrir fimm árum." Siggi eldar humarinn sjálfur og lumar á allskyns göldrum í matreiðslunni. "Ég leik mér með humarinn, grilla hann bæði í skel og án, marínera hann í hvítlaukslegi og örlitlum pipar og svo bý ég til humarsúpu, svo dæmi sé tekið. Við erum að tala hérna um alvöru flauelsmat," segir Siggi, og rymur í honum við tilhugsunina. "Í súpuna nota ég lúðu og skötusel, sem er reyndar enn einn fiskurinn sem ég hefði einhverntíma neitað að borða, og með súpunni vil ég hafa gourmé-brauð og gott Chardonnay-hvítvín." Siggi segist vera rjómasósumaður og býr til dýrðlegar sósur með grillaða humarnum. "Svo er mikilvægt fyrir mig að hreinsa görnina úr, ég borða nefnilega ekki garnir," segir hann ákveðinn. Aðspurður hvort hann sé í góðum "humarsamböndum" segist Siggi eiga góða vini og neitar að ræða það meir. "Þetta er dýr matur og ég elda hann oft. Það segir allt sem þarf." Siggi segist vera allur af vilja gerður að víkka sjóndeildarhringinn þegar kemur að mat og matargerð. "Ólívur, hummus og kus kus eru ekki enn á matseðlinum, en ég er að minnsta kosti búin að taka hvítlaukinn inn. Þetta kemur smátt og smátt, sem er eiginlega nauðsynlegt, því þegar veðurkortunum sleppir finnst mér skemmtilegast að elda mat," segir hann og lofar að lokum bongóblíðu um helgina. Matur Mest lesið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Leikjavísir Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Fleiri fréttir Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Þó að Sigurður Þ. Ragnarsson, oftar nefndur Siggi stormur, sé oft djarfur í veðurspám fyrir landann er hann ragur eins og kettlingur þegar kemur að framandi mat. Hann segir að það megi rekja til þess að hann hefur alltaf verið matvandur þó að matarsmekkurinn hafi vissulega þroskast á seinni árum. "Ég er ótrúlega smeykur við framandi exótíska rétti og held mig við það sem ég þekki best," segir Siggi. "En bara það að uppáhaldsmaturinn minn skuli vera humar sannar að ég er á réttri leið. Ég hefði ekki sett hann inn fyrir mínar varir fyrir fimm árum." Siggi eldar humarinn sjálfur og lumar á allskyns göldrum í matreiðslunni. "Ég leik mér með humarinn, grilla hann bæði í skel og án, marínera hann í hvítlaukslegi og örlitlum pipar og svo bý ég til humarsúpu, svo dæmi sé tekið. Við erum að tala hérna um alvöru flauelsmat," segir Siggi, og rymur í honum við tilhugsunina. "Í súpuna nota ég lúðu og skötusel, sem er reyndar enn einn fiskurinn sem ég hefði einhverntíma neitað að borða, og með súpunni vil ég hafa gourmé-brauð og gott Chardonnay-hvítvín." Siggi segist vera rjómasósumaður og býr til dýrðlegar sósur með grillaða humarnum. "Svo er mikilvægt fyrir mig að hreinsa görnina úr, ég borða nefnilega ekki garnir," segir hann ákveðinn. Aðspurður hvort hann sé í góðum "humarsamböndum" segist Siggi eiga góða vini og neitar að ræða það meir. "Þetta er dýr matur og ég elda hann oft. Það segir allt sem þarf." Siggi segist vera allur af vilja gerður að víkka sjóndeildarhringinn þegar kemur að mat og matargerð. "Ólívur, hummus og kus kus eru ekki enn á matseðlinum, en ég er að minnsta kosti búin að taka hvítlaukinn inn. Þetta kemur smátt og smátt, sem er eiginlega nauðsynlegt, því þegar veðurkortunum sleppir finnst mér skemmtilegast að elda mat," segir hann og lofar að lokum bongóblíðu um helgina.
Matur Mest lesið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Leikjavísir Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Fleiri fréttir Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira