Lífið

Miðasala á James Brown byrjar vel

Miðasala hófst í gærkvöldi á tónleika James Brown, guðföður sálartónlistarinnar, sem haldnir verða hér á landi 28. ágúst. Tónleikarnir verða haldnir í Laugardalshöll en Brown þykir goðsögn í lifanda lífi. Hann á m.a. næst flesta smelli á bandarískum vinsældarlistum í tónlistarsögunni, á eftir Elvis Presley, eða alls 119 smáskífur. James Brown hefur gefið út yfir 50 metsöluplötur og eitt þekktasta lag þessa tónlistarsnillings er „Sex Machine“. Miðasala hófst á Tónlist.is í gærkvöldi eða um leið og tilkynnt var um komu hans til landsins. Salan fór mjög vel af stað og greinilegt að það er gríðarlegur áhugi hjá fólki á öllum aldri á að berja James Brown augum. Miðasala fer fram á eftirtöldum stöðum: Tónlist.is Hard Rock í Kringlunni Reykjavík Penninn-Eymindsson Glerártorg Akureyri Penninn Akranesi Þrátt fyrir að James Brown sé kominn á áttræðisaldur, en hann er fæddur árið 1933, þá virðist kappinn enn í fullu fjöri, enda varla að ástæðulausu sem hann er kallaður einhver mesti vinnuþjarkurinn í tónlistarbransanum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.