Ofurtolluð hollusta Dagur B. Eggertsson skrifar 16. júlí 2004 00:01 Skoðun dagsins - Dagur B. Eggertsson Starfsemi nýrrar Lýðheilsustöðvar byrjar af krafti með umræðum um reykingar, forvarnir, offitu og gjöld á sykur og gos. Þær hugmyndir hafa vakið hörð viðbrögð Samtaka iðnaðarins sem von er. Nú þegar er 30 króna vörugjald á hvert kíló sykurs og 8 krónur eru lagðar á hvern gosdrykkjalítra. Einhver gæti sagt að hættulegt væri að hækka þessi gjöld í ljósi þess hversu skattsæknir Íslendingar eru. Þótt nær hvergi séu hærri bensíngjöld á engin þjóð fleiri bíla. Í það minnsta virðist óþarft að hækka þessi gjöld til að efla heilsu. Miklu nær er að hluti núverandi gjalda renni til heilsueflingar. Þannig er fyrirkomulagið þegar áfengi er annars vegar. Svonefnt tappagjald rennur í áfengis- og vímuvarnarsjóð. Heilsuefling á svo vitanlega að beinast að fleiru en sykuráti einu saman. Ástæður offitu eru flóknari en svo. Til að takast á við þau verkefni er jafnframt fyllsta ástæða til að styrkja Lýðheilsustöð. Skattar og gjöld eru þó jafnframt án efa eitt þeirra verkfæra sem beita má til að stuðla að bættri heilsu. Frekar en að hrinda af stað skattahækkunarhrinu í nafni heilsueflingar væri þó miklu nær að endurskoða þær álögur og niðurgreiðslur sem fyrir eru. Alger samstaða er væntanlega um há gjöld á tóbak og tóbaksvörur. Þau mætti jafnvel hækka. Mér er hins vegar til efs að það sama gildi um áfengi. Við leggjum meira en tvöföld gjöld á léttvínslítrann en þær Evrópuþjóðir sem næstar koma. Nýjustu rannsóknir benda jafnframt til að rauðvínsdrykkja sé verndandi gagnvart hjartasjúkdómum. Getur verið við séum að refsa hófdrykkjumönnum vegna aldalangrar misnotkunar þjóðarinnar á áfengi? Steininn tekur þó úr þegar kemur að landbúnaðinum. Þar hefur meginreglan verið sú að ofurtollar eru á hollustu en niðurgreiðsla á fitu. Fyrir tveimur árum urðu raunar löngu tímabærar breytingar á grænmetistollum. Landbúnaðarráðherra gerði þær eftir gagnrýnið álit Samkeppnisstofnunar um þróun grænmetismarkaðar. Grænmeti og ávextir eru þó enn tollaðir. Ennþá eru innflutningstollar á ávaxtasöfum og hollum iðnaðarvörum. Á kjöt og mjólk er nánast innflutningsbann og niðurgreiðslurnar hærri eftir því sem kjötið er feitara. Hvernig væri að bregða heilbrigðisgleraugunum á nefið þegar milljarðastuðningi ríkisins við landbúnað er ráðstafað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Skoðun dagsins - Dagur B. Eggertsson Starfsemi nýrrar Lýðheilsustöðvar byrjar af krafti með umræðum um reykingar, forvarnir, offitu og gjöld á sykur og gos. Þær hugmyndir hafa vakið hörð viðbrögð Samtaka iðnaðarins sem von er. Nú þegar er 30 króna vörugjald á hvert kíló sykurs og 8 krónur eru lagðar á hvern gosdrykkjalítra. Einhver gæti sagt að hættulegt væri að hækka þessi gjöld í ljósi þess hversu skattsæknir Íslendingar eru. Þótt nær hvergi séu hærri bensíngjöld á engin þjóð fleiri bíla. Í það minnsta virðist óþarft að hækka þessi gjöld til að efla heilsu. Miklu nær er að hluti núverandi gjalda renni til heilsueflingar. Þannig er fyrirkomulagið þegar áfengi er annars vegar. Svonefnt tappagjald rennur í áfengis- og vímuvarnarsjóð. Heilsuefling á svo vitanlega að beinast að fleiru en sykuráti einu saman. Ástæður offitu eru flóknari en svo. Til að takast á við þau verkefni er jafnframt fyllsta ástæða til að styrkja Lýðheilsustöð. Skattar og gjöld eru þó jafnframt án efa eitt þeirra verkfæra sem beita má til að stuðla að bættri heilsu. Frekar en að hrinda af stað skattahækkunarhrinu í nafni heilsueflingar væri þó miklu nær að endurskoða þær álögur og niðurgreiðslur sem fyrir eru. Alger samstaða er væntanlega um há gjöld á tóbak og tóbaksvörur. Þau mætti jafnvel hækka. Mér er hins vegar til efs að það sama gildi um áfengi. Við leggjum meira en tvöföld gjöld á léttvínslítrann en þær Evrópuþjóðir sem næstar koma. Nýjustu rannsóknir benda jafnframt til að rauðvínsdrykkja sé verndandi gagnvart hjartasjúkdómum. Getur verið við séum að refsa hófdrykkjumönnum vegna aldalangrar misnotkunar þjóðarinnar á áfengi? Steininn tekur þó úr þegar kemur að landbúnaðinum. Þar hefur meginreglan verið sú að ofurtollar eru á hollustu en niðurgreiðsla á fitu. Fyrir tveimur árum urðu raunar löngu tímabærar breytingar á grænmetistollum. Landbúnaðarráðherra gerði þær eftir gagnrýnið álit Samkeppnisstofnunar um þróun grænmetismarkaðar. Grænmeti og ávextir eru þó enn tollaðir. Ennþá eru innflutningstollar á ávaxtasöfum og hollum iðnaðarvörum. Á kjöt og mjólk er nánast innflutningsbann og niðurgreiðslurnar hærri eftir því sem kjötið er feitara. Hvernig væri að bregða heilbrigðisgleraugunum á nefið þegar milljarðastuðningi ríkisins við landbúnað er ráðstafað?
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar