Smíða fallega kofa 20. júlí 2004 00:01 ÍTR starfrækir tólf smíðavelli á svæðinu frá Kjalarnesi út í Vesturbæ. Þar læra átta til tólf ára börn að smíða kofa undir handleiðslu tveggja leiðbeinenda. "Við viljum kenna börnunum að búa til fallega og vandaða kofa," segir Sigurður Már Helgason sem stýrir verkefninu innan ÍTR. Sigurður segir að enginn kofi sé fluttur heim til barnanna nema hann sé vel smíðaður. ÍTR flutti 230 kofa heim til barna í fyrra en aðsóknin er heldur minni í ár. Einn strákur á smíðavöllunum telur sig eiga í sérstöku sambandi við Jesús. Í staðinn fyrir að smíða venjulegt þak á kofann sinn hafði hann það flatt svo hann gæti legið þar í sólbaði. Þegar hann lá ekki þar lét hann stóran kross sem hann hafði smíðað ofan á þakið til að Jesús gæti séð hann frá himnum. Þegar leiðbeinandi smíðavallarins spurði strákinn af hverju hann væri alltaf að negla á puttann á sér sagði litli strákurinn að það væri ekki honum að kenna heldur Guði sem léti hann meiða sig. Ýmsar skrýtnar og skemmtilegar sögur verða því til í kringum starfsemina eins og sjá má. Nokkuð er að foreldrar barnanna komi og taki í hamrana hjá börnunum. Kappið verður stundum það mikið að þau gleyma sér og taka yfir kofasmíðina. Það eru greinilega ekki bara börnin sem hafa gaman að því að saga og negla. Starfsmenn smíðavallanna segja að útlendingar stansi iðulega til þess að grennslast fyrir um hvað sé þarna á seyði. Slík starfsemi mun víst vera séríslenskt fyrirbæri því útlendingarnir koma af fjöllum þegar þeir heyra hvað sé í gangi. Starfsemi smíðavallanna lýkur í lok mánaðarins þannig að enn er tími fyrir börn og foreldra þeirra að byggja sér kofa fyrir veturinn. Lífið Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
ÍTR starfrækir tólf smíðavelli á svæðinu frá Kjalarnesi út í Vesturbæ. Þar læra átta til tólf ára börn að smíða kofa undir handleiðslu tveggja leiðbeinenda. "Við viljum kenna börnunum að búa til fallega og vandaða kofa," segir Sigurður Már Helgason sem stýrir verkefninu innan ÍTR. Sigurður segir að enginn kofi sé fluttur heim til barnanna nema hann sé vel smíðaður. ÍTR flutti 230 kofa heim til barna í fyrra en aðsóknin er heldur minni í ár. Einn strákur á smíðavöllunum telur sig eiga í sérstöku sambandi við Jesús. Í staðinn fyrir að smíða venjulegt þak á kofann sinn hafði hann það flatt svo hann gæti legið þar í sólbaði. Þegar hann lá ekki þar lét hann stóran kross sem hann hafði smíðað ofan á þakið til að Jesús gæti séð hann frá himnum. Þegar leiðbeinandi smíðavallarins spurði strákinn af hverju hann væri alltaf að negla á puttann á sér sagði litli strákurinn að það væri ekki honum að kenna heldur Guði sem léti hann meiða sig. Ýmsar skrýtnar og skemmtilegar sögur verða því til í kringum starfsemina eins og sjá má. Nokkuð er að foreldrar barnanna komi og taki í hamrana hjá börnunum. Kappið verður stundum það mikið að þau gleyma sér og taka yfir kofasmíðina. Það eru greinilega ekki bara börnin sem hafa gaman að því að saga og negla. Starfsmenn smíðavallanna segja að útlendingar stansi iðulega til þess að grennslast fyrir um hvað sé þarna á seyði. Slík starfsemi mun víst vera séríslenskt fyrirbæri því útlendingarnir koma af fjöllum þegar þeir heyra hvað sé í gangi. Starfsemi smíðavallanna lýkur í lok mánaðarins þannig að enn er tími fyrir börn og foreldra þeirra að byggja sér kofa fyrir veturinn.
Lífið Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira