Samruni Sony og BMG fær grænt ljós 20. júlí 2004 00:01 Evrópusambandið gaf fyrirhuguðum samruna plöturisanna Sony og BMG grænt ljós í gær. Þegar fyrirtækin sameinast munu fjórir plöturisar ráða yfir um 75% markaðsins, hið nýja fyrirtæki mun sjálft eiga um 25,2% af heimsmarkaðnum. Evrópusambandið setti fyrirtækjunum engin skilyrði við samþykkt samrunans. Talsmenn þess lýstu þó yfir áhyggjum sínum á því að þetta gæti leitt í för með sér hækkun geisladiskaverðs og minnkun á valmöguleikum fyrir viðskiptavini. Fyrst var tilkynnt um fyrirhugaðan samruna fyrirtækjanna í nóvember í fyrra, en vöxtur tónlistarmarkaðarins hefur farið hnignandi eftir því sem frjáls skipti á tónlist yfir netið hefur aukist. Sony er japanskt fyrirtæki en Bertelsmann (BMG) þýskt. Sony var næststærst en BMG minnsti plöturisinn af fimm. Við samrunann verður hið nýja fyrirtæki nánast jafn stórt og Universal-útgáfan sem á 25,9% markaðarins. Nýja fyrirtækið kemur til með að heita Sony BMG, og verða aðalstöðvar þess í New York. "Við erum mjög ánægðir yfir því að Evrópusambandið skuli viðurkenna að samruni Sony og BMG sé við hæfi og mikilvægt svar við því sem er að gerast á markaðnum," segir Alex Lack, formaður Sony Music Entertainment og verðandi forstjóri nýja fyrirtækisins. Í fyrra reyndi EMI, þriðja stærsta plötuútgáfa heims, að kaupa Warner Music sem er það fjórða stærsta. Fyrirhugaður samruni fyrirtækjanna hefur þó mætt nokkurri andstöðu í Bandaríkjunum en þó er búist við samþykki þaðan á næstu dögum. Dagblaðið The Financial Times greindi frá því að hið nýja fyrirtæki ætlaði sér að segja um 2.000 starfsmönnum sínum upp, gangi samruninn eftir. Lífið Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Evrópusambandið gaf fyrirhuguðum samruna plöturisanna Sony og BMG grænt ljós í gær. Þegar fyrirtækin sameinast munu fjórir plöturisar ráða yfir um 75% markaðsins, hið nýja fyrirtæki mun sjálft eiga um 25,2% af heimsmarkaðnum. Evrópusambandið setti fyrirtækjunum engin skilyrði við samþykkt samrunans. Talsmenn þess lýstu þó yfir áhyggjum sínum á því að þetta gæti leitt í för með sér hækkun geisladiskaverðs og minnkun á valmöguleikum fyrir viðskiptavini. Fyrst var tilkynnt um fyrirhugaðan samruna fyrirtækjanna í nóvember í fyrra, en vöxtur tónlistarmarkaðarins hefur farið hnignandi eftir því sem frjáls skipti á tónlist yfir netið hefur aukist. Sony er japanskt fyrirtæki en Bertelsmann (BMG) þýskt. Sony var næststærst en BMG minnsti plöturisinn af fimm. Við samrunann verður hið nýja fyrirtæki nánast jafn stórt og Universal-útgáfan sem á 25,9% markaðarins. Nýja fyrirtækið kemur til með að heita Sony BMG, og verða aðalstöðvar þess í New York. "Við erum mjög ánægðir yfir því að Evrópusambandið skuli viðurkenna að samruni Sony og BMG sé við hæfi og mikilvægt svar við því sem er að gerast á markaðnum," segir Alex Lack, formaður Sony Music Entertainment og verðandi forstjóri nýja fyrirtækisins. Í fyrra reyndi EMI, þriðja stærsta plötuútgáfa heims, að kaupa Warner Music sem er það fjórða stærsta. Fyrirhugaður samruni fyrirtækjanna hefur þó mætt nokkurri andstöðu í Bandaríkjunum en þó er búist við samþykki þaðan á næstu dögum. Dagblaðið The Financial Times greindi frá því að hið nýja fyrirtæki ætlaði sér að segja um 2.000 starfsmönnum sínum upp, gangi samruninn eftir.
Lífið Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira