Lífið

Franz og The Streets tilnefndar

Skoska rokkhljómsveitin Franz Ferdinand og The Streets eru á meðal þeirra sem hafa verið tilnefndar til bresku Mercury-verðlaunanna. Fleiri tilnefndir eru Keane, Snow Patrol, The Zutons, Belle and Sebastian, Basement Jaxx, rapparinn Ty, R&B söngkonan Jamelia, Joss Stone, Amy Winehouse og Robert Wyatt. Taldar eru mestar líkur á að annaðhvort Franz eða The Streets hreppi hnossið. Franz Ferdinand fyrir samnefnda plötu sem hefur notið mikillar hylli gagnrýnenda og The Streets fyrir plötuna A Grand Don´t Come For Free. Sú sveit er hugarfóstur hins 22 ára Breta, Mike Skinner. Mercury-verðlaunin eru afar virt í tónlistarbransanum. Til að mynda vöktu þau mikla athygli á rapparanum Dizzee Rascal og Ms Dynamite, sem unnu í fyrra og hittifyrra og juku vinsældir þeirra til muna. Verðlaunin verða afhent 7. september.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.