Stjórnarandstaðan ber kvíðboga 21. júlí 2004 00:01 Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að stjórnarandstaðan beri kvíðboga fyrir þeirri sáttagjörð sem stjórnarflokkarnir hafa lagt fram með stofnun fjölmiðlanefndar. Hann segir að stjórnarandstaðan muni áfram sýna samstöðu í fjölmiðlamálinu og leggja fram mótaðar tillögur innan fjölmiðlanefndarinnar. Þingfundur hefur verið boðaður klukkan 13:30 í dag og verður nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um afnám fjölmiðlalaganna rætt. Líklegt er að þingmenn kveði sér hljóðs við upphaf þingfundar en meirihluti og minnihluti allsherjarnefndar gera væntanlega grein fyrir nefndarálitum sínum. Minnihlutinn skilaði ekki nefndaráliti um frumvarp stjórnarflokkanna en hann skilaði áliti um frumvarp stjórnarandstöðunnar um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu vegna fjölmiðlalaganna. Í álitinu segir meðal annars að minnihlutinn telji Alþingi skylt að samþykkja lög sem tryggja að þjóðaratkvæðagreiðsla geti farið fram um fjölmiðlalögin sem forseti Íslands synjaði staðfestingar. Ljóst megi vera að Alþingi og framkvæmdavaldinu beri að sjá til þess að atkvæðagreiðslan um málið fari fram sem fyrst og því nauðsynlegt að þingið afgreiði málið. Í ljósi atburða gærdagsins segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, að stjórnarandstöðunni líði eins og gríska fótboltalandsliðinu eftir úrslitaleikinn á Evrópumótinu og þeim árangri hafi hún náð með því að sýna góða samstöðu. Hann segir að þeirri samstöðu verði haldið áfram. Össur segist hafa lesið það, sér til nokkurs til ama, í áliti allsherjarnefndar sem útbýtt var í gær að fjölmiðlanefndinni sé gert að skila af sér og leggja fram fullbúið frumvarp strax á haustþingi. Hann lítur hins vegar svo á að nefndin eigi að fá allan þann tíma sem hún þarf. Össuri finnst skrítið að ríkisstjórnarflokkarnir skuli ekki læra af reynslunni heldur byrji strax að fyrirskipa hvernig eigi að haga þessari vinnu. Hann segir jafnframt að taka þurfi mið af samræðunni sem fram fari um málið úti í samfélaginu. Össur segir að nú muni stjórnarandstaðan halda áfram sínu starfi innan fjölmiðlanefndarinnar og leggja fram mótaðar tillögur. Hann gagnrýnir hins vegar þau áform stjórnaflokkanna að ætla að leggja fram þingsályktunartillögu sem miði að því að afnema málskotsrétt foretans og telur það afar óheppilegt. Hægt er að hlusta á viðtal við Össur úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að stjórnarandstaðan beri kvíðboga fyrir þeirri sáttagjörð sem stjórnarflokkarnir hafa lagt fram með stofnun fjölmiðlanefndar. Hann segir að stjórnarandstaðan muni áfram sýna samstöðu í fjölmiðlamálinu og leggja fram mótaðar tillögur innan fjölmiðlanefndarinnar. Þingfundur hefur verið boðaður klukkan 13:30 í dag og verður nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um afnám fjölmiðlalaganna rætt. Líklegt er að þingmenn kveði sér hljóðs við upphaf þingfundar en meirihluti og minnihluti allsherjarnefndar gera væntanlega grein fyrir nefndarálitum sínum. Minnihlutinn skilaði ekki nefndaráliti um frumvarp stjórnarflokkanna en hann skilaði áliti um frumvarp stjórnarandstöðunnar um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu vegna fjölmiðlalaganna. Í álitinu segir meðal annars að minnihlutinn telji Alþingi skylt að samþykkja lög sem tryggja að þjóðaratkvæðagreiðsla geti farið fram um fjölmiðlalögin sem forseti Íslands synjaði staðfestingar. Ljóst megi vera að Alþingi og framkvæmdavaldinu beri að sjá til þess að atkvæðagreiðslan um málið fari fram sem fyrst og því nauðsynlegt að þingið afgreiði málið. Í ljósi atburða gærdagsins segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, að stjórnarandstöðunni líði eins og gríska fótboltalandsliðinu eftir úrslitaleikinn á Evrópumótinu og þeim árangri hafi hún náð með því að sýna góða samstöðu. Hann segir að þeirri samstöðu verði haldið áfram. Össur segist hafa lesið það, sér til nokkurs til ama, í áliti allsherjarnefndar sem útbýtt var í gær að fjölmiðlanefndinni sé gert að skila af sér og leggja fram fullbúið frumvarp strax á haustþingi. Hann lítur hins vegar svo á að nefndin eigi að fá allan þann tíma sem hún þarf. Össuri finnst skrítið að ríkisstjórnarflokkarnir skuli ekki læra af reynslunni heldur byrji strax að fyrirskipa hvernig eigi að haga þessari vinnu. Hann segir jafnframt að taka þurfi mið af samræðunni sem fram fari um málið úti í samfélaginu. Össur segir að nú muni stjórnarandstaðan halda áfram sínu starfi innan fjölmiðlanefndarinnar og leggja fram mótaðar tillögur. Hann gagnrýnir hins vegar þau áform stjórnaflokkanna að ætla að leggja fram þingsályktunartillögu sem miði að því að afnema málskotsrétt foretans og telur það afar óheppilegt. Hægt er að hlusta á viðtal við Össur úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira