„Waterloo“ ríkisstjórnarinnar rædd 21. júlí 2004 00:01 Formaður allsherjarnefndar sagði á Alþingi í dag að fjölmiðlalögin yrðu felld úr gildi vegna þess stjórnskipulega vafa sem hefði hlotist af ákvörðun forseta Íslands um að neita að staðfesta lögin. Formaður Samfylkingarinnar sagði að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu væri hennar Waterloo því hún hefði tapað sínu hundrað daga stríði fyrir þjóðinni. Önnur umræða um fjölmiðlafrumvarpið fór fram á Alþingi í dag og var mælt fyrir breyttu fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarflokkanna. Formenn stjórnarflokkanna voru ekki viðstaddir en Davíð Oddsson var fjarverandi vegna veikinda, eins og áður hefur komið fram, og Halldór Ásgrímsson vegna fráfalls móður sinnar. Hart var tekist á um fjölmiðlamálið í umræðunum og sagðist stjórnarandstaðan fagna uppgjöf ríkisstjórnarinnar. Hún gagnrýndi harðlega þau áform sem uppi væru um að afnema málsskotsrétt forseta Íslands og taldi Alþingi skylt að samþykkja lög sem tryggðu að þjóðaratkvæðagreiðsla gæti farið fram um fjölmiðlalögin sem forseti Íslands synjaði staðfestingar. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar sagði að beiting forsetans á synjunarvaldi, samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar, hefði leitt til stjórnlagakreppu um túlkun einstakra ákvæða stjórnarskrár, m.a. um valdheimildir Alþingis, og að minnihlutinn hefði ekki verið til viðræðu um að ná sem víðtækastri sátt og samstöðu. Hann sagði að fjölmiðlalögin yrðu felld úr gildi vegna þess stjórnskipulega vafa sem hefði hlotist af ákvörðun forseta Íslands um að neita að staðfesta lögin. Samhliða því sagði Bjarni að lögfest væri breytt skipan útvarpsréttarnefndar en aðrar breytingar verði skoðaðar nánar. Meðal annars verði látið á það reyna til fullnustu hvort stjórnarandstaðan sé í raun tilbúin að rjúfa þann varnarmúr sem hún hefði undanfarna mánuði slegið um það takmarkalausa form eignarhalds á fjölmiðlum sem viðgengist hefur, sagði formaður allsherjarnefndar. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu væri hennar Waterloo því hún hefði tapað sínu hundrað daga stríði fyrir þjóðinni. Þannig líkti hann „ósigrinum“ við tap franska hershöfðingjans Napóleons Bónaparte í hinu svokallaða Hundrað daga stríði við Waterloo á fyrri hluta 19. aldar. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að til væru „fleiri Waterloo sem væru kannski nær í tíma“ og hafði þá orð á samnefndu sigurlagi hljómsveitarinnar ABBA í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á áttunda áratugnum. Guðlaugur sagði það hafa verið upphafið að óslitinni sigurgöngu hljómsveitarinnar næstu tíu árin eða svo og það ætti kannski einnig við um ríkisstjórnina. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Formaður allsherjarnefndar sagði á Alþingi í dag að fjölmiðlalögin yrðu felld úr gildi vegna þess stjórnskipulega vafa sem hefði hlotist af ákvörðun forseta Íslands um að neita að staðfesta lögin. Formaður Samfylkingarinnar sagði að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu væri hennar Waterloo því hún hefði tapað sínu hundrað daga stríði fyrir þjóðinni. Önnur umræða um fjölmiðlafrumvarpið fór fram á Alþingi í dag og var mælt fyrir breyttu fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarflokkanna. Formenn stjórnarflokkanna voru ekki viðstaddir en Davíð Oddsson var fjarverandi vegna veikinda, eins og áður hefur komið fram, og Halldór Ásgrímsson vegna fráfalls móður sinnar. Hart var tekist á um fjölmiðlamálið í umræðunum og sagðist stjórnarandstaðan fagna uppgjöf ríkisstjórnarinnar. Hún gagnrýndi harðlega þau áform sem uppi væru um að afnema málsskotsrétt forseta Íslands og taldi Alþingi skylt að samþykkja lög sem tryggðu að þjóðaratkvæðagreiðsla gæti farið fram um fjölmiðlalögin sem forseti Íslands synjaði staðfestingar. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar sagði að beiting forsetans á synjunarvaldi, samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar, hefði leitt til stjórnlagakreppu um túlkun einstakra ákvæða stjórnarskrár, m.a. um valdheimildir Alþingis, og að minnihlutinn hefði ekki verið til viðræðu um að ná sem víðtækastri sátt og samstöðu. Hann sagði að fjölmiðlalögin yrðu felld úr gildi vegna þess stjórnskipulega vafa sem hefði hlotist af ákvörðun forseta Íslands um að neita að staðfesta lögin. Samhliða því sagði Bjarni að lögfest væri breytt skipan útvarpsréttarnefndar en aðrar breytingar verði skoðaðar nánar. Meðal annars verði látið á það reyna til fullnustu hvort stjórnarandstaðan sé í raun tilbúin að rjúfa þann varnarmúr sem hún hefði undanfarna mánuði slegið um það takmarkalausa form eignarhalds á fjölmiðlum sem viðgengist hefur, sagði formaður allsherjarnefndar. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu væri hennar Waterloo því hún hefði tapað sínu hundrað daga stríði fyrir þjóðinni. Þannig líkti hann „ósigrinum“ við tap franska hershöfðingjans Napóleons Bónaparte í hinu svokallaða Hundrað daga stríði við Waterloo á fyrri hluta 19. aldar. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að til væru „fleiri Waterloo sem væru kannski nær í tíma“ og hafði þá orð á samnefndu sigurlagi hljómsveitarinnar ABBA í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á áttunda áratugnum. Guðlaugur sagði það hafa verið upphafið að óslitinni sigurgöngu hljómsveitarinnar næstu tíu árin eða svo og það ætti kannski einnig við um ríkisstjórnina.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira