Fjölmiðlalögin felld úr gildi 22. júlí 2004 00:01 Fjölmiðlalögin voru felld úr gildi í dag. Stjórnarandstaðan sat hjá við afgreiðslu málsins og varaformaður Frjálslynda flokksins segir að stjórnarþingmenn hafi viljandi brotið stjórnarskrána. Við þriðju umræðu um fjölmiðlafrumvarpið á Alþingi í morgun gagnrýndi Mörður Árnason Samfylkingunni orð Bjarna Benediktssonar, formanns allsherjarnefndar, um efnislitla umræðu stjórnarandstöðunnar. Mörður sagði hvorki Bjarna né aðra fulltrúa allsherjarnefndar hafa verið í þinginu þegar efnisleg umræða um málið fór fram. „Formaður allsherjarnefndar á ekkert með að koma hér og vera með skæting og kjaft,“ sagði Mörður. Bjarni sagði þessi ummæli ekki svaraverð. Frumvarpið var afgreitt um hádegi og stjórnarandstaðan sat hjá. Harðorðastur var Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokknum, sem sakaði þingmenn stjórnarflokkanna um stjórnarskrárbrot; með því að útiloka þjóðaratkvæðagreiðslu.hafi þeir svikið þingmannaeið sinn. Magnús sagði daginn í dag hverfa í söguna sem daginn sem óafmánlegur smánarblettur hafi verið settur á störf Alþingis, dagurinn sem naumur meirihluti Alþingis hafi brotið stjórnarskrá. Hann sagði þennan meirhluta ekki eiga sér neinar málsbætur. Halldór Ásgrímsson, sitjandi forsætisráðherra, var ekki sáttur við þennan málflutning. Hann sagðist ekki láta sér detta það í hug að nokkur þingmaður vilji stjórnarskrána og rjúfa þann eið sem þeir hafi samþykkt á Alþingi. Varðandi stjórnskipunarlegu óvissu, sem verið hefur til umræðu í málinu, segir Halldór verða að viðurkennast að þingið og þingmenn hafi vanrækt að eyða þessari óvissu á undanförnum 60 árum. Nú verði að taka til við það. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, brá á loft í ræðustól Alþingis í dag því sem eftir er af fjölmiðlafrumvarpinu sem þekur aðeins lítinn hluta af einu blaði. Hann sagði ákvæðið um útvarpsréttarnefnd sem þar er „ekki svo galin“. Það væri það sem eftir væri - hitt væri horfið og best væri að það gleymdist sem fyrst. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Fjölmiðlalögin voru felld úr gildi í dag. Stjórnarandstaðan sat hjá við afgreiðslu málsins og varaformaður Frjálslynda flokksins segir að stjórnarþingmenn hafi viljandi brotið stjórnarskrána. Við þriðju umræðu um fjölmiðlafrumvarpið á Alþingi í morgun gagnrýndi Mörður Árnason Samfylkingunni orð Bjarna Benediktssonar, formanns allsherjarnefndar, um efnislitla umræðu stjórnarandstöðunnar. Mörður sagði hvorki Bjarna né aðra fulltrúa allsherjarnefndar hafa verið í þinginu þegar efnisleg umræða um málið fór fram. „Formaður allsherjarnefndar á ekkert með að koma hér og vera með skæting og kjaft,“ sagði Mörður. Bjarni sagði þessi ummæli ekki svaraverð. Frumvarpið var afgreitt um hádegi og stjórnarandstaðan sat hjá. Harðorðastur var Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokknum, sem sakaði þingmenn stjórnarflokkanna um stjórnarskrárbrot; með því að útiloka þjóðaratkvæðagreiðslu.hafi þeir svikið þingmannaeið sinn. Magnús sagði daginn í dag hverfa í söguna sem daginn sem óafmánlegur smánarblettur hafi verið settur á störf Alþingis, dagurinn sem naumur meirihluti Alþingis hafi brotið stjórnarskrá. Hann sagði þennan meirhluta ekki eiga sér neinar málsbætur. Halldór Ásgrímsson, sitjandi forsætisráðherra, var ekki sáttur við þennan málflutning. Hann sagðist ekki láta sér detta það í hug að nokkur þingmaður vilji stjórnarskrána og rjúfa þann eið sem þeir hafi samþykkt á Alþingi. Varðandi stjórnskipunarlegu óvissu, sem verið hefur til umræðu í málinu, segir Halldór verða að viðurkennast að þingið og þingmenn hafi vanrækt að eyða þessari óvissu á undanförnum 60 árum. Nú verði að taka til við það. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, brá á loft í ræðustól Alþingis í dag því sem eftir er af fjölmiðlafrumvarpinu sem þekur aðeins lítinn hluta af einu blaði. Hann sagði ákvæðið um útvarpsréttarnefnd sem þar er „ekki svo galin“. Það væri það sem eftir væri - hitt væri horfið og best væri að það gleymdist sem fyrst.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira