Lífið

Hjónaband Ulrich á enda

Lars Ulrich, trommuleikari Íslandsvinanna í Metallica, er að skilja við eiginkonu sína Skylar Ulrich eftir sjö ára hjónaband. Þau hafa ekki verið saman síðan í mars á þessu ári. Stutt er síðan Ulrich sást úti á lífinu með dönsku leikkonunni Connie Nielsen og í kjölfarið spratt upp sá orðrómur að hjónaband hans stæði á brauðfótum. Eftir skilnaðinn munu Lars og Skylar deila með sér forræði yfir börnunum sínum tveimur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.