Lífið

Cowell með nýjan þátt

Dómarinn vægðarlausi í American Idol, Simon Cowell, er að fara af stað með nýjan þátt sem verður í svipuðum dúr og The Apprentice. Þar er keppt um starf hjá auðjöfrinum Donald Trump og til þess þurfa þátttakendurnir að leysa hin ýmsu verkefni. Trump rekur síðan einn heim eftir hvern þátt. Að sögn Cowell mun nýi þátturinn kallast Mogul og gerast í tónlistarbransanum. Verður Cowell í svipuðu hlutverki og Trump og rekur þá heim sem standa sig illa. Cowell, sem er 44 ára, segist einnig eiga uppi í erminni snilldarhugmynd að nýjum leikjaþætti en vill ekkert láta meira uppi um hann. "Ég vil gera þætti sem slá í gegn," sagði hann. "Þætti sem fólk talar um." Síðasti þáttur hans, X-Factor, sem er ekki ósvipaður American Idol, hefur notið umtalsverðra vinsælda. Sharon Osbourne, eiginkona rokkarans Ozzy, er þar dómari. Cowell óttast að sjónvarpsáhorfendur verði brátt leiðir á sér á sjónvarpsskjánum. "Ég held að sá dagur renni von bráðar upp. Þetta er eins og að hitta stelpu. Þú veist hvenær sambandið er búið."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.