Lífið

Law og Penn í endurgerð

Hollywood-leikararnir Jude Law og Sean Penn fara að öllum líkindum með aðalhlutverkin í endurgerð Óskarsverðlaunamyndarinnar All the King´s Men frá árinu 1949. Law mun leika blaðamanninn Jack Burden sem verður fyrir áhrifum frá stjórnmálamanninum Willie Stark. Mun Penn fara með hlutverk Stark. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar verður Steven Zaillian, sem síðast leikstýrði A Civil Action.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.