Engar framfarir án öryggis 24. júlí 2004 00:01 Stöðugar skærur um gervallt Írak eru meginástæða þess að efnahagslíf landsins er enn í lamasessi, fimmtán mánuðum eftir að Saddam Hussein var steypt af stóli. Fjárfestingar erlendra aðila eru forsenda þess að hjól efnahagslífsins farið að snúast á nýjan leik en fjárfestar halda að sér á höndum á meðan ástand öryggismála í landinu batnar ekki. Síðustu mánuði hafa íslamskir öfgahópar hert baráttuna gegn hernámsliðinu og öryggissveitum bráðabirgðastjórnvalda í Írak. Hundruð manna hafa týnt lífi í sprengjuárásum, ráðamenn hafa verið myrtir og útlendingar ítrekað hnepptir í gíslingu. Um fjórðungur íraskra verksmiðja var eyðilagður í tveimur styrjöldum Íraka við Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra. Þær verksmiðjur sem þó eru heilar geta ekki starfað á fullum afköstum þar sem varahluti og ýmsan búnað skortir. Iðnaðarráðherra Íraka, Hajim al-Hassani, lýsti í gær yfir miklum áhyggjum af ástandi mála: "Vandamálið verður ekki leyst án erlendra fjárfestinga," sagði al-Hassani, "en án öryggis er erlend fjárfesting óhugsandi." Að sögn ráðherrans gerðu hernámsyfirvöld bandamanna enga tilraun til að lagfæra framleiðslutæki landsins meðan á hernámi stóð en því lauk 28. júní síðastliðinn þegar bráðabirgðastjórn Íraka tók við völdum. Ástæðan fyrir aðgerðarleysi hernámsstjórnarnnar var sú að sögn íraska ráðherrans að hún vildi einkavæða fyrirtækin áður en uppbygging hæfist. Erfiðlega gengur hins vegar að fá fjárfesta til að leggja fé í verksmiðjur sem eru óstarfhæfar. Al -Hassani segir þó að áhugi erlendra fjárfesta sé sannarlega til staðar og tók hann nýlega á móti stórum hópi fjárfesta frá Bandaríkjunum, Evrópu og ýmsum Persaflóaríkjum. "Áhuginn er til staðar en fjárfestar eru einfaldlega ekki enn reiðubúnir að taka áhættuna," sagði ráðherrann. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Sjá meira
Stöðugar skærur um gervallt Írak eru meginástæða þess að efnahagslíf landsins er enn í lamasessi, fimmtán mánuðum eftir að Saddam Hussein var steypt af stóli. Fjárfestingar erlendra aðila eru forsenda þess að hjól efnahagslífsins farið að snúast á nýjan leik en fjárfestar halda að sér á höndum á meðan ástand öryggismála í landinu batnar ekki. Síðustu mánuði hafa íslamskir öfgahópar hert baráttuna gegn hernámsliðinu og öryggissveitum bráðabirgðastjórnvalda í Írak. Hundruð manna hafa týnt lífi í sprengjuárásum, ráðamenn hafa verið myrtir og útlendingar ítrekað hnepptir í gíslingu. Um fjórðungur íraskra verksmiðja var eyðilagður í tveimur styrjöldum Íraka við Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra. Þær verksmiðjur sem þó eru heilar geta ekki starfað á fullum afköstum þar sem varahluti og ýmsan búnað skortir. Iðnaðarráðherra Íraka, Hajim al-Hassani, lýsti í gær yfir miklum áhyggjum af ástandi mála: "Vandamálið verður ekki leyst án erlendra fjárfestinga," sagði al-Hassani, "en án öryggis er erlend fjárfesting óhugsandi." Að sögn ráðherrans gerðu hernámsyfirvöld bandamanna enga tilraun til að lagfæra framleiðslutæki landsins meðan á hernámi stóð en því lauk 28. júní síðastliðinn þegar bráðabirgðastjórn Íraka tók við völdum. Ástæðan fyrir aðgerðarleysi hernámsstjórnarnnar var sú að sögn íraska ráðherrans að hún vildi einkavæða fyrirtækin áður en uppbygging hæfist. Erfiðlega gengur hins vegar að fá fjárfesta til að leggja fé í verksmiðjur sem eru óstarfhæfar. Al -Hassani segir þó að áhugi erlendra fjárfesta sé sannarlega til staðar og tók hann nýlega á móti stórum hópi fjárfesta frá Bandaríkjunum, Evrópu og ýmsum Persaflóaríkjum. "Áhuginn er til staðar en fjárfestar eru einfaldlega ekki enn reiðubúnir að taka áhættuna," sagði ráðherrann.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Sjá meira